Vikubyrjun 11. mars
Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn yfirlit yfir gjaldeyrisforða í febrúar og daginn eftir birtir hann greiðslumiðlun fyrir febrúar.
- Á föstudag birtir Hagstofan tölur yfir fjármál hins opinbera fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs og þar með fyrir árið í heild.
- Aðalfundir Regins, Reita, TM, Heimavalla og Sjóvár verða haldnir í næstu viku.
Mynd vikunnar
Á síðasta ári mældist 81,5 ma. kr. afgangur af viðskiptum við útlönd sem er aðeins minni afgangur en árið 2017, þegar hann var 95,3 ma. kr. Þetta er 6. árið í röð sem afgangur mælist af viðskiptum við útlönd og hefur afgangurinn á þessu tímabili einungis verið borinn af miklum afgangi af þjónustujöfnuði, sem hefur aftur má að langmestu leyti rekja til mikils vaxtar í ferðaþjónustu. Síðustu áratugina fyrir hrun var jákvæður viðskiptaafgangur undantekning fremur en regla en með miklum vexti ferðaþjónustunnar á undanförnum árum hefur efnahagslegt vægi hennar vaxið mikið, aukið gjaldeyrisinnstreymi og stutt við gengi krónunnar.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Losað var um fjármagnshöft á aflandskrónueigendur og tilkynnt um lækkun sérstakrar bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi úr 20% niður í 0%.
- Afgangur af viðskiptum við útlönd mældist 81,5 ma. kr. á síðasta ári.
- Hagstofan birti frétt um fjölda launþega í nóvember.
- Hagstofan birti frétt um framleiðsluvirði landbúnaðarins 2018.
- Vöruskipti í febrúar 2019 voru óhagstæð um 15,3 ma. kr. samkvæmt bráðabirgðatölum.
- Fljótsdalshérað birti ársreikning fyrir árið 2018.
- Arion banki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Íslandsbanki víxlaútboði, Landsbankinn víxlaútboði og Reykjavíkurborg skuldabréfaútboði.
- Icelandair birti flutningatölur fyrir febrúar.
- Bæði Samkeppniseftirlitið og breska fjármálaeftirlitið samþykktu kaup Kviku banka á Gamma Capital Management.
- Landfestar birtu ársreikning fyrir árið 2018.
- Eik fasteignafélag birti ársreikning fyrir árið 2018.