Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lands­bank­inn fær framúrsk­ar­andi ein­kunn í UFS-áhættumati Reit­un­ar

Landsbankinn fær framúrskarandi einkunn í UFS-áhættumati Reitunar (e. ESG rating). Í matinu er skoðað hvernig bankinn vinnur að umhverfis- og félagsþáttum og stjórnarháttum (UFS) í starfsemi sinni. Bankinn fær 86 stig af 100 mögulegum.
9. september 2020 - Landsbankinn

Í mati Reitunar segir að Landsbankinn hafi á undanförnum árum náð góðum árangri í umhverfismálum, velferð starfsfólks, ánægju viðskiptavina, þjónustu og stjórnarháttum. Auk þess hafi Landsbankinn verið virkur þátttakandi í því að ýta undir framfarir í þróun UFS-mála hér á landi. Landsbankinn vinni ötullega að netöryggi, sem sé einn stærsti áhættuþátturinn í starfsemi banka.

Landsbankinn heldur áfram vinnu við innleiðingu UFS-þátta í fjárfestinga- og útlánastarfsemi sína en hann hefur sett sér metnaðarfulla stefnu í ábyrgum fjárfestingum. Bankinn hefur skuldbundið sig til að fylgja viðmiðum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (PRI) og ábyrga bankastarfsemi (PRB). Bankinn vinnur nú að settum markmiðum um grænan lánaramma og er þátttakandi í þróun á PCAF, verkefni sem mun aðstoða banka á heimsvísu að mæla kolefnisspor í lána- og eignasafni sínu.

Ólafur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Reitunar: „Landsbankinn nær framúrskarandi árangri í áhættumatinu og er fyrirmynd fyrir markaðinn hérlendis. Bankinn er vel fyrir ofan meðaltal í öllum flokkum í samanburði við aðra innlenda útgefendur. Samtals hefur Reitun metið um 30 félög sem skráð eru á markað. Það er ánægjulegt að sjá Landsbankann koma vel út úr þessu mati. Bankinn hefur stutt við þróun á UFS-málefnum innanlands og nýtir nú niðurstöðurnar fyrir innlent eignasafn sitt. Við teljum bankann vel í stakk búinn til að taka mikilvæg skref við innleiðingu á UFS í fjárfestingar- og lánaákvarðanir. Gangi það vel er líklegt að við sjáum bankann halda sér áfram í flokki A á komandi árum.“

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans: „Það er spennandi að nú sé til íslenskt félag sem gefur einkunn sem byggð er á UFS-þáttum. Þetta var metnaðarfull vinna hjá Reitun. Fyrir Landsbankann þýðir þetta að fjárfestar, eigendur og viðskiptavinir fá betri innsýn í hvernig við störfum og hvernig við hugum að þessum mikilvægu þáttum í rekstrinum. Það eru sífellt gerðar meiri kröfur til fyrirtækja um að vera til fyrirmyndar og frábært fyrir Landsbankann að fá svona góða niðurstöðu úr úttektinni.“

UFS-áhættumat Reitunar

UFS-áhættumat Reitunar leggur mat á hvernig fyrirtæki standa sig í þeim þáttum sem lúta að umhverfis- og félagsþáttum og stjórnarháttum, og gefur þeim einkunn. Reitun er fyrsti innlendi aðilinn sem býður upp á slíka þjónustu til fjárfesta sem nýtist þeim við fjárfestingarákvarðanir. Margir aðilar hafa komið að mótun aðferðafræðinnar, sem þarf að vera skýr og taka mið af innlendum aðstæðum, en ekki síður þeim línum sem erlend UFS-matsfyrirtæki vinna eftir.

Erlendis hefur verið mikill vöxtur í slíkum greiningum. Góð niðurstaða úr slíku mati er mikið styrkleikamerki sem tekið er tillit til við lána- og fjárfestingarákvarðanir. Einnig getur það haft jákvæð áhrif á birgja, hluthafa og aðra hagsmunaaðila.

Innlendir fjárfestar eru að tileinka sér þessar nýju áherslur hratt og hafa margir sett sér markmið og mótað sér stefnu í þeim efnum. Rekstraraðilar þurfa því í vaxandi mæli að taka tillit til þessara þátta og nýta þau tækifæri sem þau gefa samhliða þeim jákvæðu áhrifum sem það hefur gagnvart umhverfi og samfélagi.

UFS áhættumat Reitunar

Þú gætir einnig haft áhuga á
Yayland
4. júní 2025
YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag – Yayland
Fjártæknifyrirtækið YAY og Landsbankinn hafa stofnað nýtt félag, Yayland ehf., sem mun sérhæfa sig í þróun, sölu, útgáfu og rekstri á stafrænum og hefðbundnum inneignarkortum, gjafabréfum og vildarkortum. Yayland mun taka yfir alla gjafakortastarfsemi YAY á Íslandi og jafnframt alla útgáfu og rekstur á inneignarkortum Landsbankans.
Námsstyrkir 2025
3. júní 2025
8 milljónum úthlutað í námsstyrki
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán hæfileikaríkra námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 28. maí. Námsstyrkirnir voru veittir í þrítugasta og sjötta sinn og heildarupphæð styrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 450 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2025
26. maí 2025
Holtaskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti 2025
Holtaskóli er sigurvegari Skólahreysti 2025 og ber því titillinn Skólahreystimeistari með rentu! Úrslitin réðust í æsispennandi lokakeppni tólf grunnskóla fyrir troðfullum sal í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ, laugardagskvöldið 24. maí.
Landsbankinn
23. maí 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 3. júní 2025.
Nasdaq bjalla
16. maí 2025
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans ráðgjafi ríkisins í vel heppnuðu Íslandsbankaútboði
Áhugi fjárfesta reyndist mjög mikill og skilaði sér í heildareftirspurn upp á um 190 milljarða króna. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá mikinn áhuga og þátttöku almennings. Í útboðinu voru seldir 850.000.007 hlutir á genginu 106,56 krónur á hlut, sem samsvarar heildarvirði upp á 90,6 milljarða króna. Þetta er stærsta hlutafjárútboð sem haldið hefur verið á Íslandi.
Austurstræti 11
15. maí 2025
Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14 til sölu
Landsbankinn auglýsir til sölu hús bankans við Austurstræti 11 og Hafnarstræti 10, 12 og 14 í Reykjavík. Heildarstærð húsanna er 5.836 fermetrar og þar ef eru 1.380 fermetrar í kjallara. Húsin verða seld í einu lagi.
Nasdaq bjalla
13. maí 2025
Upplýsingar um útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka
Útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst kl. 8.30 þriðjudaginn 13. maí og gert er ráð fyrir að því ljúki kl. 17.00 fimmtudaginn 15. maí.
Austurbakki
28. apríl 2025
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í A-
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að lánshæfismat Landsbankans til langs tíma hefði verið hækkað úr BBB+ í A-. Lánshæfismatið hefur ekki verið hærra frá árinu 2014, þegar S&P hóf að veita bankanum lánshæfiseinkunnir.
16. apríl 2025
Þjónusta um páskana – appið og Ellí loka ekki
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 22. apríl nk.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Greiningardeild Landsbankans gaf í dag út hagspá til ársins 2027. Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós.