Fréttir

Lands­bank­inn fær framúrsk­ar­andi einkunn í UFS-áhættumati Reit­un­ar

Landsbankinn fær framúrskarandi einkunn í UFS-áhættumati Reitunar (e. ESG rating). Í matinu er skoðað hvernig bankinn vinnur að umhverfis- og félagsþáttum og stjórnarháttum (UFS) í starfsemi sinni. Bankinn fær 86 stig af 100 mögulegum.
9. september 2020 - Landsbankinn

Í mati Reitunar segir að Landsbankinn hafi á undanförnum árum náð góðum árangri í umhverfismálum, velferð starfsfólks, ánægju viðskiptavina, þjónustu og stjórnarháttum. Auk þess hafi Landsbankinn verið virkur þátttakandi í því að ýta undir framfarir í þróun UFS-mála hér á landi. Landsbankinn vinni ötullega að netöryggi, sem sé einn stærsti áhættuþátturinn í starfsemi banka.

Landsbankinn heldur áfram vinnu við innleiðingu UFS-þátta í fjárfestinga- og útlánastarfsemi sína en hann hefur sett sér metnaðarfulla stefnu í ábyrgum fjárfestingum. Bankinn hefur skuldbundið sig til að fylgja viðmiðum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (PRI) og ábyrga bankastarfsemi (PRB). Bankinn vinnur nú að settum markmiðum um grænan lánaramma og er þátttakandi í þróun á PCAF, verkefni sem mun aðstoða banka á heimsvísu að mæla kolefnisspor í lána- og eignasafni sínu.

Ólafur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Reitunar: „Landsbankinn nær framúrskarandi árangri í áhættumatinu og er fyrirmynd fyrir markaðinn hérlendis. Bankinn er vel fyrir ofan meðaltal í öllum flokkum í samanburði við aðra innlenda útgefendur. Samtals hefur Reitun metið um 30 félög sem skráð eru á markað. Það er ánægjulegt að sjá Landsbankann koma vel út úr þessu mati. Bankinn hefur stutt við þróun á UFS-málefnum innanlands og nýtir nú niðurstöðurnar fyrir innlent eignasafn sitt. Við teljum bankann vel í stakk búinn til að taka mikilvæg skref við innleiðingu á UFS í fjárfestingar- og lánaákvarðanir. Gangi það vel er líklegt að við sjáum bankann halda sér áfram í flokki A á komandi árum.“

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans: „Það er spennandi að nú sé til íslenskt félag sem gefur einkunn sem byggð er á UFS-þáttum. Þetta var metnaðarfull vinna hjá Reitun. Fyrir Landsbankann þýðir þetta að fjárfestar, eigendur og viðskiptavinir fá betri innsýn í hvernig við störfum og hvernig við hugum að þessum mikilvægu þáttum í rekstrinum. Það eru sífellt gerðar meiri kröfur til fyrirtækja um að vera til fyrirmyndar og frábært fyrir Landsbankann að fá svona góða niðurstöðu úr úttektinni.“

UFS-áhættumat Reitunar

UFS-áhættumat Reitunar leggur mat á hvernig fyrirtæki standa sig í þeim þáttum sem lúta að umhverfis- og félagsþáttum og stjórnarháttum, og gefur þeim einkunn. Reitun er fyrsti innlendi aðilinn sem býður upp á slíka þjónustu til fjárfesta sem nýtist þeim við fjárfestingarákvarðanir. Margir aðilar hafa komið að mótun aðferðafræðinnar, sem þarf að vera skýr og taka mið af innlendum aðstæðum, en ekki síður þeim línum sem erlend UFS-matsfyrirtæki vinna eftir.

Erlendis hefur verið mikill vöxtur í slíkum greiningum. Góð niðurstaða úr slíku mati er mikið styrkleikamerki sem tekið er tillit til við lána- og fjárfestingarákvarðanir. Einnig getur það haft jákvæð áhrif á birgja, hluthafa og aðra hagsmunaaðila.

Innlendir fjárfestar eru að tileinka sér þessar nýju áherslur hratt og hafa margir sett sér markmið og mótað sér stefnu í þeim efnum. Rekstraraðilar þurfa því í vaxandi mæli að taka tillit til þessara þátta og nýta þau tækifæri sem þau gefa samhliða þeim jákvæðu áhrifum sem það hefur gagnvart umhverfi og samfélagi.

UFS áhættumat Reitunar

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur