Fréttir

Lands­bank­inn fær framúrsk­ar­andi einkunn í UFS-áhættumati Reit­un­ar

Landsbankinn fær framúrskarandi einkunn í UFS-áhættumati Reitunar (e. ESG rating). Í matinu er skoðað hvernig bankinn vinnur að umhverfis- og félagsþáttum og stjórnarháttum (UFS) í starfsemi sinni. Bankinn fær 86 stig af 100 mögulegum.
9. september 2020 - Landsbankinn

Í mati Reitunar segir að Landsbankinn hafi á undanförnum árum náð góðum árangri í umhverfismálum, velferð starfsfólks, ánægju viðskiptavina, þjónustu og stjórnarháttum. Auk þess hafi Landsbankinn verið virkur þátttakandi í því að ýta undir framfarir í þróun UFS-mála hér á landi. Landsbankinn vinni ötullega að netöryggi, sem sé einn stærsti áhættuþátturinn í starfsemi banka.

Landsbankinn heldur áfram vinnu við innleiðingu UFS-þátta í fjárfestinga- og útlánastarfsemi sína en hann hefur sett sér metnaðarfulla stefnu í ábyrgum fjárfestingum. Bankinn hefur skuldbundið sig til að fylgja viðmiðum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (PRI) og ábyrga bankastarfsemi (PRB). Bankinn vinnur nú að settum markmiðum um grænan lánaramma og er þátttakandi í þróun á PCAF, verkefni sem mun aðstoða banka á heimsvísu að mæla kolefnisspor í lána- og eignasafni sínu.

Ólafur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Reitunar: „Landsbankinn nær framúrskarandi árangri í áhættumatinu og er fyrirmynd fyrir markaðinn hérlendis. Bankinn er vel fyrir ofan meðaltal í öllum flokkum í samanburði við aðra innlenda útgefendur. Samtals hefur Reitun metið um 30 félög sem skráð eru á markað. Það er ánægjulegt að sjá Landsbankann koma vel út úr þessu mati. Bankinn hefur stutt við þróun á UFS-málefnum innanlands og nýtir nú niðurstöðurnar fyrir innlent eignasafn sitt. Við teljum bankann vel í stakk búinn til að taka mikilvæg skref við innleiðingu á UFS í fjárfestingar- og lánaákvarðanir. Gangi það vel er líklegt að við sjáum bankann halda sér áfram í flokki A á komandi árum.“

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans: „Það er spennandi að nú sé til íslenskt félag sem gefur einkunn sem byggð er á UFS-þáttum. Þetta var metnaðarfull vinna hjá Reitun. Fyrir Landsbankann þýðir þetta að fjárfestar, eigendur og viðskiptavinir fá betri innsýn í hvernig við störfum og hvernig við hugum að þessum mikilvægu þáttum í rekstrinum. Það eru sífellt gerðar meiri kröfur til fyrirtækja um að vera til fyrirmyndar og frábært fyrir Landsbankann að fá svona góða niðurstöðu úr úttektinni.“

UFS-áhættumat Reitunar

UFS-áhættumat Reitunar leggur mat á hvernig fyrirtæki standa sig í þeim þáttum sem lúta að umhverfis- og félagsþáttum og stjórnarháttum, og gefur þeim einkunn. Reitun er fyrsti innlendi aðilinn sem býður upp á slíka þjónustu til fjárfesta sem nýtist þeim við fjárfestingarákvarðanir. Margir aðilar hafa komið að mótun aðferðafræðinnar, sem þarf að vera skýr og taka mið af innlendum aðstæðum, en ekki síður þeim línum sem erlend UFS-matsfyrirtæki vinna eftir.

Erlendis hefur verið mikill vöxtur í slíkum greiningum. Góð niðurstaða úr slíku mati er mikið styrkleikamerki sem tekið er tillit til við lána- og fjárfestingarákvarðanir. Einnig getur það haft jákvæð áhrif á birgja, hluthafa og aðra hagsmunaaðila.

Innlendir fjárfestar eru að tileinka sér þessar nýju áherslur hratt og hafa margir sett sér markmið og mótað sér stefnu í þeim efnum. Rekstraraðilar þurfa því í vaxandi mæli að taka tillit til þessara þátta og nýta þau tækifæri sem þau gefa samhliða þeim jákvæðu áhrifum sem það hefur gagnvart umhverfi og samfélagi.

UFS áhættumat Reitunar

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur