Fréttir

Lands­bank­inn fær framúrsk­ar­andi ein­kunn í UFS-áhættumati Reit­un­ar

Landsbankinn fær framúrskarandi einkunn í UFS-áhættumati Reitunar (e. ESG rating). Í matinu er skoðað hvernig bankinn vinnur að umhverfis- og félagsþáttum og stjórnarháttum (UFS) í starfsemi sinni. Bankinn fær 86 stig af 100 mögulegum.
9. september 2020 - Landsbankinn

Í mati Reitunar segir að Landsbankinn hafi á undanförnum árum náð góðum árangri í umhverfismálum, velferð starfsfólks, ánægju viðskiptavina, þjónustu og stjórnarháttum. Auk þess hafi Landsbankinn verið virkur þátttakandi í því að ýta undir framfarir í þróun UFS-mála hér á landi. Landsbankinn vinni ötullega að netöryggi, sem sé einn stærsti áhættuþátturinn í starfsemi banka.

Landsbankinn heldur áfram vinnu við innleiðingu UFS-þátta í fjárfestinga- og útlánastarfsemi sína en hann hefur sett sér metnaðarfulla stefnu í ábyrgum fjárfestingum. Bankinn hefur skuldbundið sig til að fylgja viðmiðum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (PRI) og ábyrga bankastarfsemi (PRB). Bankinn vinnur nú að settum markmiðum um grænan lánaramma og er þátttakandi í þróun á PCAF, verkefni sem mun aðstoða banka á heimsvísu að mæla kolefnisspor í lána- og eignasafni sínu.

Ólafur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Reitunar: „Landsbankinn nær framúrskarandi árangri í áhættumatinu og er fyrirmynd fyrir markaðinn hérlendis. Bankinn er vel fyrir ofan meðaltal í öllum flokkum í samanburði við aðra innlenda útgefendur. Samtals hefur Reitun metið um 30 félög sem skráð eru á markað. Það er ánægjulegt að sjá Landsbankann koma vel út úr þessu mati. Bankinn hefur stutt við þróun á UFS-málefnum innanlands og nýtir nú niðurstöðurnar fyrir innlent eignasafn sitt. Við teljum bankann vel í stakk búinn til að taka mikilvæg skref við innleiðingu á UFS í fjárfestingar- og lánaákvarðanir. Gangi það vel er líklegt að við sjáum bankann halda sér áfram í flokki A á komandi árum.“

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans: „Það er spennandi að nú sé til íslenskt félag sem gefur einkunn sem byggð er á UFS-þáttum. Þetta var metnaðarfull vinna hjá Reitun. Fyrir Landsbankann þýðir þetta að fjárfestar, eigendur og viðskiptavinir fá betri innsýn í hvernig við störfum og hvernig við hugum að þessum mikilvægu þáttum í rekstrinum. Það eru sífellt gerðar meiri kröfur til fyrirtækja um að vera til fyrirmyndar og frábært fyrir Landsbankann að fá svona góða niðurstöðu úr úttektinni.“

UFS-áhættumat Reitunar

UFS-áhættumat Reitunar leggur mat á hvernig fyrirtæki standa sig í þeim þáttum sem lúta að umhverfis- og félagsþáttum og stjórnarháttum, og gefur þeim einkunn. Reitun er fyrsti innlendi aðilinn sem býður upp á slíka þjónustu til fjárfesta sem nýtist þeim við fjárfestingarákvarðanir. Margir aðilar hafa komið að mótun aðferðafræðinnar, sem þarf að vera skýr og taka mið af innlendum aðstæðum, en ekki síður þeim línum sem erlend UFS-matsfyrirtæki vinna eftir.

Erlendis hefur verið mikill vöxtur í slíkum greiningum. Góð niðurstaða úr slíku mati er mikið styrkleikamerki sem tekið er tillit til við lána- og fjárfestingarákvarðanir. Einnig getur það haft jákvæð áhrif á birgja, hluthafa og aðra hagsmunaaðila.

Innlendir fjárfestar eru að tileinka sér þessar nýju áherslur hratt og hafa margir sett sér markmið og mótað sér stefnu í þeim efnum. Rekstraraðilar þurfa því í vaxandi mæli að taka tillit til þessara þátta og nýta þau tækifæri sem þau gefa samhliða þeim jákvæðu áhrifum sem það hefur gagnvart umhverfi og samfélagi.

UFS áhættumat Reitunar

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Landsbankinn
6. feb. 2025
Engar lokanir lengur vegna veðurs
Vegna slæms veðurs verða flest útibú Landsbankans lokuð fram eftir degi í dag, 6. febrúar. Útibúin opna aftur þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartíma þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.
Landsbankinn
5. feb. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að kvöldi miðvikudags 5. febrúar frá kl. 21.30 til 23.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
4. feb. 2025
Morgunfundur um fjármögnun og uppbyggingu innviða
Landsbankinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins heldur morgunfund fimmtudaginn 13. mars nk. þar sem sjónum verður beint að samvinnu opinberra aðila og einkaaðila við innviðaframkvæmdir, einkum á sviði samgöngumála.
Landsbankinn
4. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn lokuð snemma á miðvikudagsmorgun
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni miðvikudagsins 5. febrúar frá kl. 06.00 til 07.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Dagatal Landsbankans 2025 sýning
3. feb. 2025
Sýning á dagatalsmyndunum – listamannaspjall 3. febrúar
Myndirnar sem prýða dagatal Landsbankans í ár eru nú til sýnis í Landsbankanum Reykjastræti 6. Stefán „Mottan“ Óli Baldursson, sem málaði myndirnar, verður í bankanum mánudaginn 3. febrúar, frá kl. 13-15.30, og þar verður hægt að spjalla við hann um myndirnar.
15. jan. 2025
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi halda áfram
Við bjóðum til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Fundaröðin hefur verið vel sótt og færri stundum komist að en vilja. Við höfum þegar haldið fundi um þetta efni í Reykjavík og Reykjanesbæ, á Akureyri, Selfossi og Reyðarfirði og næst ætlum við að heimsækja Vestmannaeyjar og Akranes.
Netöryggi
31. des. 2024
Vörum við svikapóstum í nafni Skattsins
Við vörum við svikatölvupóstum sem hafa verið sendir í nafni Skattsins. Í póstinum er sagt að skattayfirvöld hafi uppfært upplýsingar varðandi skattframtalið þitt og að þú eigir að nálgast upplýsingar á þjónustuvef Skattsins með því að smella á hlekk sem sendur er með póstinum.
20. des. 2024
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 35 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans fimmtudaginn 19. desember 2024. Alls hlutu 35 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
19. des. 2024
Dagatal Landsbankans 2025 - Vatnið
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er tileinkað vatninu og ólíku hlutverki þess í lífi okkar allra. Vatnslitamyndir eftir myndlistamanninn Stefán „Mottuna“ Óla Baldursson prýða dagatalið í ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur