Úthlutun úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Opnað var fyrir styrki úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbakans í byrjun sumars og var úhlutað úr pottinum í þriðja skiptið í lok júlí.
Niðurstöður dómnefndar vegna ársins 2019 voru sem hér segir:
- Drag-Súgur = 400.000 kr.
- Ein stór fjölskylda = 400.000 kr.
- Q – félag hinsegin stúdenta: Á bakvið glimmerið og glamúrinn = 200.000 kr.
- Hinsegin kórinn = 180.000 kr.
- Bangsar og birnir í gleðigöngunni = 100.000 kr.
- Hinsegin félagsmiðstöð: Takk fyrir að byrja, við ætlum að berjast óhrædd áfram! = 100.000 kr.
- Félag Ása á Íslandi = 70.000 kr.
- BDSM á Íslandi = 70.000 kr.
- Jafnréttisnefnd SHÍ = 50.000 kr.
- Félag hinsegin foreldra = 50.000 kr.
Samþykkt var að veita samtals styrki fyrir allt að 1.620.000 kr. en til viðbótar við 1.500.000 króna framlag Landsbankans hafði dómnefnd til ráðstöfunar 180.000 kr. sem ekki gengu út árið 2017.
Dómnefndina í ár skipuðu þau Gunnlaugur Bragi Björnsson – formaður Hinsegin daga, Karen Ósk Magnúsdóttir – gjaldkeri Hinsegin daga, Eva Jóhannsdóttir – formaður göngustjórnar Gleðigöngu Hinsegin daga, Sigurður Þorri Gunnarsson - útvarpsmaður og Sigyn Blöndal - dagskrárgerðkona.