Rekstrartruflanir vegna bilunar
Vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna að morgni 25. mars birtust færslur ekki á reikningsyfirlitum fram eftir degi. Þá gátu greiðslur og millifærslur tekið lengri tíma en vanalega.
Upplýsingar um ráðstöfun reikninga á forsíðu netbankans og í appinu voru réttar en staða reikninga í reikningsyfirliti uppfærðist ekki. Einnig voru tímabundnar truflanir í netbönkum, Landsbankaappinu og hraðbönkum.
Viðskiptavinir voru beðnir um að gæta að því að endurtaka ekki greiðslur og/eða millifærslur þótt þær sæjust ekki á yfirliti. Viðskiptavinum sem telja að þeir hafi endurtekið millifærslur eða greiðslur meðan á biluninni stóð er bent á að fara vel yfir reikningsyfirlit sín og eftir atvikum hafa samband við Þjónustuver Landsbankans í síma 410 4000 eða með því að senda tölvupóst á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.
Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta olli. Viðgerð var lokið um kl. 13.20.
Fréttin hefur verið uppfærð.









