Fréttir

Var­að við svika­til­boð­um um end­ur­heimt fjár

Að gefnu tilefni áréttar Landsbankinn að bankinn á ekki í samstarfi við erlend fyrirtæki eða öryggisráðgjafa um endurheimt fjár sem tapast hefur við fjársvik.
20. mars 2019 - Landsbankinn

Fram eru komin ný dæmi þar sem svikahrappar bjóða fórnarlömbum fjársvika sinna aðstoð undir fölsku flaggi og kynna sig sem samstarfsaðila Landsbankans. Hið rétta er að bankinn aðstoðar viðskiptavini við að endurheimta glatað fé en sú þjónusta er án endurgjalds. Þjónustan fæst aðeins hjá bankanum en er ekki boðin í samstarfi við önnur fyrirtæki.

Reynt að svíkja meira fé út úr fórnarlömbunum

Undanfarið hefur nokkuð verið um að Íslendingar glati fé vegna fjársvika á netinu. Síðla árs 2018 tók að bera á því að fjársvikarar hefðu samband við fólk sem þeir höfðu þegar svikið fé út úr og buðu aðstoð við að endurheimta hið glataða fé. Svikin fóru m.a. þannig fram að svikararnir sendu fórnarlömbum tölvupóst og sögðust hafa fengið upplýsingar um fjársvikin í tengslum við samstarf sitt við lögregluyfirvöld erlendis. Þá vísuðu þeir fórnarlömbunum á vefsíðu sem virkaði sannfærandi, a.m.k. við fyrstu sýn, þar sem finna mátti meiri upplýsingar um „aðstoðina“, sem var í raun ekkert annað en svikatilraun. Svikararnir lýstu vandaðri sérfræðiráðgjöf, víðfeðmu tengslaneti og góðum, áralöngum árangri af endurheimt þýfis og/eða gagna. Fyrir ráðgjöf og þjónustu átti reyndar að taka myndarlega þóknun.

Tilgangurinn með þessu öllu er að svíkja enn meira fé út úr fórnarlömbunum sem geta setið eftir með tvöfalt tjón. Þolendum fjársvika er bent á að hafa allan varann á þegar ókunnir aðilar, s.s. erlend fyrirtæki eða ráðgjafar, hafa samband og bjóða fram aðstoð um endurheimt fjár í kjölfar fjársvika.

Á Umræðunni er ítarleg og aðgengileg umfjöllun um nokkrar algengar tegundir netsvika og hvernig má verjast þeim.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Svikaskilaboð - pólska
1. sept. 2023
Przypomnienie: Ostrzegamy przed próbami oszustwa za pomocą fałszywych wiadomości SMS
Ostrzegamy przed oszustwami na stronach internetowych pojawiających się w imieniu Auðkenni, które rzekomo m.in. proponują połączenie z Landsbankinn.
New temp image
31. ágúst 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
31. ágúst 2023
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 7. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn, fimmtudaginn 7. september kl. 9.00 - 11.30 í Grósku, Bjargargötu 1. 
Skjáskot af svikaskilaboðum
31. ágúst 2023
Ítrekun: Vörum við svikatilraunum með fölskum SMS-um
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.
Menningarnótt
24. ágúst 2023
Takk fyrir komuna á Menningarnótt!
Fjöldi fólks á öllum aldri lagði leið sína í nýtt hús Landsbankans og í útibú bankans við Austurstræti á laugardaginn í tilefni Menningarnætur. 
23. ágúst 2023
Opnunartími styttist í sjö útibúum en þjónustutími óbreyttur
Þann 13. september styttist opnunartími í sjö útibúum bankans um þrjár klukkustundir og verður þar framvegis opið frá kl. 12-15. Þó almennur opnunartími styttist verður áfram hægt að panta tíma í þessum útibúum frá kl. 10-16 og fjarfund til kl. 18 þannig að þjónustutími skerðist ekki. Á öllum þessum stöðum eru hraðbankar aðgengilegir allan sólarhringinn.
Eystra horn
22. ágúst 2023
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2023.
Dansarar
17. ágúst 2023
22 spennandi verkefni fengu styrk úr Menningarnæturpottinum
Í ár fengu 22 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar en öll eru verkefnin til þess fallin að gleðja þátttakendur Menningarnætur 2023.
Myndlistarsýning í Austurstræti 11
17. ágúst 2023
Hringrás – myndlistarsýning í Austurstræti 11 opnar á Menningarnótt
Í tilefni af Menningarnótt verður opnuð ný sýning á listaverkum úr safni Landsbankans í útibúi bankans við Austurstræti 11. Sýningin nefnist Hringrás og er sýningarstjóri Daría Sól Andrews.
Menningarnótt
15. ágúst 2023
Fjölbreytt dagskrá á Menningarnótt í Reykjastræti og Austurstræti
Landsbankinn er einn af aðalbakhjörlum Menningarnætur og við tökum sem fyrr virkan þátt í hátíðarhöldunum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur