Fréttir

Lands­bank­inn og FS und­ir­rita samn­ing um fjár­mögn­un á nýj­um stúd­enta­garði

Landsbankinn og Félagsstofnun stúdenta (FS) hafa skrifað undir samning um framkvæmdalán á byggingatíma nýs stúdentagarðs við Sæmundargötu 21 í Reykjavík. Þar verða um 250 fullbúnar leigueiningar en stefnt er að því að framkvæmdir hefjist um áramótin.
24. nóvember 2017

Landsbankinn og Félagsstofnun stúdenta (FS) hafa skrifað undir samning um framkvæmdalán á byggingatíma nýs stúdentagarðs við Sæmundargötu 21 í Reykjavík. Þar verða um 250 fullbúnar leigueiningar en stefnt er að því að framkvæmdir hefjist um áramótin. Þetta er stærsti stúdentagarður sem byggður hefur verið hér á landi og stefnt er að því að hann verði tekinn í notkun um áramótin 2019/2020.

Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri og Kristján Guðbjartsson viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði undirrita samninginn.

Hönnunin tekur mið af hugmyndafræði deilihúsnæðis. Fyrir utan paraíbúðir (um 37 fm) og einstaklingsíbúðir (um 27 fm) verða þar 8-9 herbergja íbúðir þar sem hvert herbergi er rúmgott (17 fm) með sér baðherbergi, en hver íbúð deilir með sér eldhúsi, samtengdri setustofu og alrými. Til sameiginlegrar notkunar fyrir íbúanna verður m.a. samkomusalur og stór garður þar sem boðið verður upp á útiaðstöðu með útigrillum, útiæfingatækjum og fleira.

Farsælt samstarf

Landsbankinn og Félagsstofnun stúdenta hafa átt í góðu samstarfi undanfarin ár og framlengdu samstarfssamning sinn til næstu tveggja ára, í júní síðastliðinn. Félagsstofnun stúdenta er þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands sem hefur það að leiðarljósi að auka lífsgæði stúdenta. FS leigir út rúmlega 1.200 íbúðir og herbergi á Stúdentagörðum, rekur umfangsmikla veitingasölu á háskólalóðinni og víðar, veitinga- og skemmtistaðinn Stúdentakjallarann, þrjá leikskóla og Bóksölu stúdenta sem er bæði námsbóka- og almenn bókaverslun.

Tengt efni:

2. júní 2017 - Landsbankinn og Félagsstofnun stúdenta framlengja samstarfssamning

Þú gætir einnig haft áhuga á
Svikaskilaboð - pólska
1. sept. 2023
Przypomnienie: Ostrzegamy przed próbami oszustwa za pomocą fałszywych wiadomości SMS
Ostrzegamy przed oszustwami na stronach internetowych pojawiających się w imieniu Auðkenni, które rzekomo m.in. proponują połączenie z Landsbankinn.
New temp image
31. ágúst 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
31. ágúst 2023
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 7. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn, fimmtudaginn 7. september kl. 9.00 - 11.30 í Grósku, Bjargargötu 1. 
Skjáskot af svikaskilaboðum
31. ágúst 2023
Ítrekun: Vörum við svikatilraunum með fölskum SMS-um
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.
Menningarnótt
24. ágúst 2023
Takk fyrir komuna á Menningarnótt!
Fjöldi fólks á öllum aldri lagði leið sína í nýtt hús Landsbankans og í útibú bankans við Austurstræti á laugardaginn í tilefni Menningarnætur. 
23. ágúst 2023
Opnunartími styttist í sjö útibúum en þjónustutími óbreyttur
Þann 13. september styttist opnunartími í sjö útibúum bankans um þrjár klukkustundir og verður þar framvegis opið frá kl. 12-15. Þó almennur opnunartími styttist verður áfram hægt að panta tíma í þessum útibúum frá kl. 10-16 og fjarfund til kl. 18 þannig að þjónustutími skerðist ekki. Á öllum þessum stöðum eru hraðbankar aðgengilegir allan sólarhringinn.
Eystra horn
22. ágúst 2023
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2023.
Dansarar
17. ágúst 2023
22 spennandi verkefni fengu styrk úr Menningarnæturpottinum
Í ár fengu 22 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar en öll eru verkefnin til þess fallin að gleðja þátttakendur Menningarnætur 2023.
Myndlistarsýning í Austurstræti 11
17. ágúst 2023
Hringrás – myndlistarsýning í Austurstræti 11 opnar á Menningarnótt
Í tilefni af Menningarnótt verður opnuð ný sýning á listaverkum úr safni Landsbankans í útibúi bankans við Austurstræti 11. Sýningin nefnist Hringrás og er sýningarstjóri Daría Sól Andrews.
Menningarnótt
15. ágúst 2023
Fjölbreytt dagskrá á Menningarnótt í Reykjastræti og Austurstræti
Landsbankinn er einn af aðalbakhjörlum Menningarnætur og við tökum sem fyrr virkan þátt í hátíðarhöldunum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur