Fréttir

Vöxt­ur í leit að jafn­vægi: Ít­ar­leg grein­ing Lands­bank­ans á ís­lenskri ferða­þjón­ustu

Landsbankinn hefur gefið út ítarlega efnahagslega greiningu á ferðaþjónustu á Íslandi. Greiningin og fjöldi viðtala við fólk sem kemur að ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti er aðgengileg í Tímariti Landsbankans sem gefið er út á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu bankans.
25. september 2017

Tímaritið er gefið út í tengslum við ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans 26. september 2017. Upptökur frá ráðstefnunni, útdrætti úr erindum og glærukynningar er hægt að sjá á Umræðunni.

Í greiningu Hagfræðideildar á ferðaþjónustunni kemur m.a. fram:

  • Margt bendir til þess að um það bil jafnmargir ferðamenn gisti i Airbnb-íbúðum og gista á hótelum á höfuðborgarsvæðinu. Þessar tölur taka ekki til annarar gistingar á höfuðborgarsvæðinu, s.s. gistingar í gistiheimilum og farfuglaheimilum.
  • Frá febrúar til október 2017 voru Icelandair og WOW air samanlagt með rúmlega 80% markaðshlutdeild í Evrópuflugi og um 90% markaðshlutdeild í Bandaríkjaflugi þegar litið er til sætaframboðs.
  • Færa má rök fyrir því að flugfélögin tvö séu kerfislega mikilvæg fyrir íslenskan efnahag og möguleg áföll í rekstri þessara fyrirtækja gætu haft keðjuverkandi áhrif.
  • Árið 2015 nam útflutningur ferðaþjónustu um 31% af heildarútflutningi frá Íslandi. Hagfræðideild Landsbankans telur að hlutfallið verði komið upp í um 43% á árinu 2017.
  • Ísland er mun háðara ferðaþjónustu en önnur lönd þar sem lífskjör eru sambærileg.
  • Aðeins eitt land í heiminum, Tadjikistan, reiðir sig í jafnmiklum mæli á tekjur af farþegaflutningum.
  • Greining Hagfræðideildar á 39 ríkjum sýnir að Ísland er eina landið þar sem ferðamönnum hefur fjölgað á sama tíma og gengi gjaldmiðilsins hefur styrkst.
  • Milli 40-50% af heildarhagvexti á Íslandi frá árinu 2010 má skýra beint og óbeint með vexti í ferðaþjónustu. Ef útflutningsverðmæti ferðaþjónustu hefði ekkert aukist frá 2010 hefði mælst halli á vöru- og þjónustuviðskiptum undanfarin tvö ár, að öðru óbreyttu.
  • Gögn frá Google sýna að í þeim tólf löndum sem eru mikilvægustu markaðir íslenskrar ferðaþjónustu er nú töluvert sjaldnar flett upp orðinu „Reykjavik“ en áður. Þetta gefur til kynna að áhuginn á Íslandi kunni að vera að minnka. Hagfræðideild Landsbankans telur þó að líkurnar á fækkun ferðamanna á næsta ári séu fremur litlar.
  • Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að fjölgun ferðamanna á árinu 2018 verði nálægt sögulegum vexti eða um 8%. Árið 2019 er gert ráð fyrir að vöxturinn verði undir sögulegum meðalvexti eða 5%. Ef spáin rætist munu 2,5 milljónir ferðamanna koma hingað árið 2019, u.þ.b. 117.000 fleiri en árið 2018.

Tímarit um ferðaþjónustu á Umræðunni – viðtöl og myndbönd:

  • Styttri leigutími og ódýrari bílar - Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar - Höldur ehf.
  • Að flétta saman landbúnað og ferðaþjónustu - Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann, garðyrkju- og ferðaþjónustubændur á Friðheimum. 
  • Eins og að fá ráð frá heimamönnum - Guðbjörg Gissurardóttir, ritstýra HandPicked Iceland-kortanna.
  • Grundvallaratriði að halda í gæðin - Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.
  • Seldu bílinn og stofnuðu ferðaþjónustufyrirtæki - Jóna Ingólfsdóttir – annar eigandi Glacier Jeeps - Ís og ævintýri.
  • Hótelrisi hægir á framkvæmdum – Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela.
  • Hvað segja ferðamennirnir? Ferðamenn í miðborg Reykjavíkur lýsa upplifun sinni af landi og þjóð.
  • Mörg brýn verkefni í ferðaþjónustu – Rætt við fararstjóra, forstjóra, ráðherra, vert og fleiri um stöðu og horfur í íslenskri ferðaþjónustu.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
14. júní 2024
Do logowania można używać aplikacji Auðkenni
Zwracamy uwagę na fakt, iż do logowania można używać aplikacji Auðkenni, jaki i do identyfikacji w bankowości elektronicznej i aplikacji bankowej. Ponadto niebawem będzie można składać kwalifikowane podpisy elektroniczne. Może to być szczególnie przydatne, gdy będziesz miał(a) dostęp do Internetu, ale nie będziesz miał(a) zasięgu sieci telefonicznej lub w przypadku zagranicznego numeru telefonu komórkowego.
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur