Fréttir
Vöxtur í leit að jafnvægi: Ítarleg greining Landsbankans á íslenskri ferðaþjónustu
Landsbankinn hefur gefið út ítarlega efnahagslega greiningu á ferðaþjónustu á Íslandi. Greiningin og fjöldi viðtala við fólk sem kemur að ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti er aðgengileg í Tímariti Landsbankans sem gefið er út á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu bankans.
25. september 2017
Tímaritið er gefið út í tengslum við ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans 26. september 2017. Upptökur frá ráðstefnunni, útdrætti úr erindum og glærukynningar er hægt að sjá á Umræðunni.
Í greiningu Hagfræðideildar á ferðaþjónustunni kemur m.a. fram:
- Margt bendir til þess að um það bil jafnmargir ferðamenn gisti i Airbnb-íbúðum og gista á hótelum á höfuðborgarsvæðinu. Þessar tölur taka ekki til annarar gistingar á höfuðborgarsvæðinu, s.s. gistingar í gistiheimilum og farfuglaheimilum.
- Frá febrúar til október 2017 voru Icelandair og WOW air samanlagt með rúmlega 80% markaðshlutdeild í Evrópuflugi og um 90% markaðshlutdeild í Bandaríkjaflugi þegar litið er til sætaframboðs.
- Færa má rök fyrir því að flugfélögin tvö séu kerfislega mikilvæg fyrir íslenskan efnahag og möguleg áföll í rekstri þessara fyrirtækja gætu haft keðjuverkandi áhrif.
- Árið 2015 nam útflutningur ferðaþjónustu um 31% af heildarútflutningi frá Íslandi. Hagfræðideild Landsbankans telur að hlutfallið verði komið upp í um 43% á árinu 2017.
- Ísland er mun háðara ferðaþjónustu en önnur lönd þar sem lífskjör eru sambærileg.
- Aðeins eitt land í heiminum, Tadjikistan, reiðir sig í jafnmiklum mæli á tekjur af farþegaflutningum.
- Greining Hagfræðideildar á 39 ríkjum sýnir að Ísland er eina landið þar sem ferðamönnum hefur fjölgað á sama tíma og gengi gjaldmiðilsins hefur styrkst.
- Milli 40-50% af heildarhagvexti á Íslandi frá árinu 2010 má skýra beint og óbeint með vexti í ferðaþjónustu. Ef útflutningsverðmæti ferðaþjónustu hefði ekkert aukist frá 2010 hefði mælst halli á vöru- og þjónustuviðskiptum undanfarin tvö ár, að öðru óbreyttu.
- Gögn frá Google sýna að í þeim tólf löndum sem eru mikilvægustu markaðir íslenskrar ferðaþjónustu er nú töluvert sjaldnar flett upp orðinu „Reykjavik“ en áður. Þetta gefur til kynna að áhuginn á Íslandi kunni að vera að minnka. Hagfræðideild Landsbankans telur þó að líkurnar á fækkun ferðamanna á næsta ári séu fremur litlar.
- Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að fjölgun ferðamanna á árinu 2018 verði nálægt sögulegum vexti eða um 8%. Árið 2019 er gert ráð fyrir að vöxturinn verði undir sögulegum meðalvexti eða 5%. Ef spáin rætist munu 2,5 milljónir ferðamanna koma hingað árið 2019, u.þ.b. 117.000 fleiri en árið 2018.
Tímarit um ferðaþjónustu á Umræðunni – viðtöl og myndbönd:
- Styttri leigutími og ódýrari bílar - Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar - Höldur ehf.
- Að flétta saman landbúnað og ferðaþjónustu - Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann, garðyrkju- og ferðaþjónustubændur á Friðheimum.
- Eins og að fá ráð frá heimamönnum - Guðbjörg Gissurardóttir, ritstýra HandPicked Iceland-kortanna.
- Grundvallaratriði að halda í gæðin - Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.
- Seldu bílinn og stofnuðu ferðaþjónustufyrirtæki - Jóna Ingólfsdóttir – annar eigandi Glacier Jeeps - Ís og ævintýri.
- Hótelrisi hægir á framkvæmdum – Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela.
- Hvað segja ferðamennirnir? Ferðamenn í miðborg Reykjavíkur lýsa upplifun sinni af landi og þjóð.
- Mörg brýn verkefni í ferðaþjónustu – Rætt við fararstjóra, forstjóra, ráðherra, vert og fleiri um stöðu og horfur í íslenskri ferðaþjónustu.
Þú gætir einnig haft áhuga á
22. sept. 2023
Í dag er síðasti dagurinn sem dyr útibús Landsbankans við Austurstræti 11 standa opnar og lokar húsið klukkan 16.00.
21. sept. 2023
Amaroq Minerals, með auðkennið „AMRQ“, hefur nú verið skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Auk skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland eru hlutabréf Amaroq skráð á markað í Kanada (TSX-V) og London (AIM). Samhliða flutningnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hefur félagið verið afskráð af First North Iceland. Amaroq Minerals er fyrsta skráða félag sinnar tegundar á Íslandi. Félagið leggur megináherslu á leit að gulli og öðrum verðmætum málmum og hefur víðtækar rannsóknar- og vinnsluheimildir á Grænlandi, þar sem finna má gull, kopar, nikkel og aðra málma sem eru nauðsynlegir fyrir orkuskipti framtíðarinnar. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með skráningarferlinu og óskum við starfsfólki og hluthöfum Amaroq til hamingju með skráninguna.
21. sept. 2023
Viðskiptavinir geta nálgast danska peningaseðla í útibúum og hraðbönkum Landsbankans um allt land. Við viljum benda viðskiptavinum á að við höfum nú hætt móttöku á 1.000 kr. og 500 kr. dönskum peningaseðlum, sem og móttöku á öllum færeyskum peningaseðlum. Engar breytingar eru á viðskiptum með 200 kr., 100 kr. og 50 kr. danska peningaseðla. Viðskipti með reiðufé fylgja kröfum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Með hertum reglum í Danmörku hefur móttaka reiðufjár frá erlendum bönkum verið takmörkuð og því getur bankinn ekki lengur átt viðskipti með 500 kr. og 1000 kr. danska peningaseðla.
14. sept. 2023
Við vekjum athygli á að RSA SecurID appið sem notað er fyrir öruggar innskráningar og greiðslur í netbanka fyrirtækja er að breytast.
13. sept. 2023
Við opnum í dag útibú í nýja húsnæðinu okkar í Reykjastræti 6. Þar er hægt að fá þjónustu hjá gjaldkera frá kl. 10-16 og hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
12. sept. 2023
Sunna Ósk Friðbertsdóttir hefur verið ráðin regluvörður Landsbankans og hefur hún tekið til starfa. Sunna lauk BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og ML-gráðu frá sama skóla árið 2010. Hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og er með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Sunna hóf störf sem lögfræðingur hjá Landsbankanum árið 2010 og hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum, bæði varðandi innleiðingu löggjafar og daglega starfsemi bankans. Hún hefur starfað við regluvörslu hjá bankanum frá árinu 2017 og var staðgengill regluvarðar frá árinu 2022. Regluvarsla hefur umsjón og eftirlit með því að Landsbankinn starfi í samræmi við innra og ytra regluverk og sinnir fræðslu og ráðgjöf um kröfur laga og reglna sem hafa áhrif á starfsemi bankans.
1. sept. 2023
Ostrzegamy przed oszustwami na stronach internetowych pojawiających się w imieniu Auðkenni, które rzekomo m.in. proponują połączenie z Landsbankinn.
31. ágúst 2023
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
31. ágúst 2023
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn, fimmtudaginn 7. september kl. 9.00 - 11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
31. ágúst 2023
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.