Fréttir

Vöxt­ur í leit að jafn­vægi: Ít­ar­leg grein­ing Lands­bank­ans á ís­lenskri ferða­þjón­ustu

Landsbankinn hefur gefið út ítarlega efnahagslega greiningu á ferðaþjónustu á Íslandi. Greiningin og fjöldi viðtala við fólk sem kemur að ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti er aðgengileg í Tímariti Landsbankans sem gefið er út á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu bankans.
25. september 2017

Tímaritið er gefið út í tengslum við ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans 26. september 2017. Upptökur frá ráðstefnunni, útdrætti úr erindum og glærukynningar er hægt að sjá á Umræðunni.

Í greiningu Hagfræðideildar á ferðaþjónustunni kemur m.a. fram:

  • Margt bendir til þess að um það bil jafnmargir ferðamenn gisti i Airbnb-íbúðum og gista á hótelum á höfuðborgarsvæðinu. Þessar tölur taka ekki til annarar gistingar á höfuðborgarsvæðinu, s.s. gistingar í gistiheimilum og farfuglaheimilum.
  • Frá febrúar til október 2017 voru Icelandair og WOW air samanlagt með rúmlega 80% markaðshlutdeild í Evrópuflugi og um 90% markaðshlutdeild í Bandaríkjaflugi þegar litið er til sætaframboðs.
  • Færa má rök fyrir því að flugfélögin tvö séu kerfislega mikilvæg fyrir íslenskan efnahag og möguleg áföll í rekstri þessara fyrirtækja gætu haft keðjuverkandi áhrif.
  • Árið 2015 nam útflutningur ferðaþjónustu um 31% af heildarútflutningi frá Íslandi. Hagfræðideild Landsbankans telur að hlutfallið verði komið upp í um 43% á árinu 2017.
  • Ísland er mun háðara ferðaþjónustu en önnur lönd þar sem lífskjör eru sambærileg.
  • Aðeins eitt land í heiminum, Tadjikistan, reiðir sig í jafnmiklum mæli á tekjur af farþegaflutningum.
  • Greining Hagfræðideildar á 39 ríkjum sýnir að Ísland er eina landið þar sem ferðamönnum hefur fjölgað á sama tíma og gengi gjaldmiðilsins hefur styrkst.
  • Milli 40-50% af heildarhagvexti á Íslandi frá árinu 2010 má skýra beint og óbeint með vexti í ferðaþjónustu. Ef útflutningsverðmæti ferðaþjónustu hefði ekkert aukist frá 2010 hefði mælst halli á vöru- og þjónustuviðskiptum undanfarin tvö ár, að öðru óbreyttu.
  • Gögn frá Google sýna að í þeim tólf löndum sem eru mikilvægustu markaðir íslenskrar ferðaþjónustu er nú töluvert sjaldnar flett upp orðinu „Reykjavik“ en áður. Þetta gefur til kynna að áhuginn á Íslandi kunni að vera að minnka. Hagfræðideild Landsbankans telur þó að líkurnar á fækkun ferðamanna á næsta ári séu fremur litlar.
  • Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að fjölgun ferðamanna á árinu 2018 verði nálægt sögulegum vexti eða um 8%. Árið 2019 er gert ráð fyrir að vöxturinn verði undir sögulegum meðalvexti eða 5%. Ef spáin rætist munu 2,5 milljónir ferðamanna koma hingað árið 2019, u.þ.b. 117.000 fleiri en árið 2018.

Tímarit um ferðaþjónustu á Umræðunni – viðtöl og myndbönd:

  • Styttri leigutími og ódýrari bílar - Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar - Höldur ehf.
  • Að flétta saman landbúnað og ferðaþjónustu - Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann, garðyrkju- og ferðaþjónustubændur á Friðheimum. 
  • Eins og að fá ráð frá heimamönnum - Guðbjörg Gissurardóttir, ritstýra HandPicked Iceland-kortanna.
  • Grundvallaratriði að halda í gæðin - Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.
  • Seldu bílinn og stofnuðu ferðaþjónustufyrirtæki - Jóna Ingólfsdóttir – annar eigandi Glacier Jeeps - Ís og ævintýri.
  • Hótelrisi hægir á framkvæmdum – Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela.
  • Hvað segja ferðamennirnir? Ferðamenn í miðborg Reykjavíkur lýsa upplifun sinni af landi og þjóð.
  • Mörg brýn verkefni í ferðaþjónustu – Rætt við fararstjóra, forstjóra, ráðherra, vert og fleiri um stöðu og horfur í íslenskri ferðaþjónustu.
Þú gætir einnig haft áhuga á
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Fjármálamót Hvernig stækkað ég fyrirtækið mitt
14. feb. 2025
Hvernig stækka ég fyrirtækið mitt? Opinn fundur á Akureyri 20. febrúar
Á opnum fundi Landsbankans næstkomandi fimmtudag, 20. febrúar kl. 16.30, ætla eigendur og stjórnendur þriggja fyrirtækja á Akureyri og í Eyjafirði fjalla um hvernig þeir stækkuðu sín fyrirtæki og hvaða áskoranir þeir tókust á við á þeirri vegferð.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Landsbankinn
7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur