Nið­ur­stöð­ur að­al­fund­ar Lands­bank­ans 2020

Aðalfundur Landsbankans var haldinn 22. apríl 2020 í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti 11 í Reykjavík. Á fundinum flutti Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, skýrslu bankaráðs og Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, fjallaði um sterka stöðu bankans og góðan árangur á árinu 2019.
22. apríl 2020 - Landsbankinn

Fundinn átti að halda 27. mars sl. en eftir að stjórnvöld takmörkuðu samkomur við 20 manns, í þeim tilgangi að hindra útbreiðslu Covid-19, var fundinum frestað til dagsins í dag. Hluthafar gátu fylgst með fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Skýrsla bankaráðs

Hagnaður Landsbankans á árinu 2019 nam 18,2 milljörðum króna. Arðsemi eiginfjár nam 7,5% ( 9,2% án áhrifa bankaskatts) og kostnaðarhlutfall var 42,6%. Eigið fé um sl. áramót var um 248 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið um 25,8%.

Í skýrslu bankaráðs fjallaði Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, m.a. um að baráttan gegn útbreiðslu Covid-19 á Íslandi hefði heppnast vel. Mikilvægt væri að einnig tækist vel til í glímunni við efnahagslegar afleiðingar faraldursins og Landsbankinn myndi taka þátt í þeirri baráttu með ýmsum hætti. „Fjárhagslegur styrkur Landsbankans er afar mikill. Aðgerðir stjórnvalda og Seðlabankans gera mikið gagn og liðka fyrir aðstoð bankans við viðskiptavini. Eitt af mikilvægustu hlutverkum viðskiptabanka er að vera stuðpúði þegar atvinnulífið verður fyrir höggi og við göngum bjartsýn til þeirra verkefna sem framundan eru,“ sagði hún.

Skýrsla bankaráðs á aðalfundi Landsbankans 2020

Rekstur og staða Landsbankans

Í kynningu sinni á uppgjöri bankans fyrir árið 2019 fjallaði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, m.a. um góðan rekstrarárangur og aukna notkun á stafrænum lausnum bankans, bæði meðal einstaklinga og fyrirtækja. Landsbankinn hefði verið með hæstu markaðshlutdeild á einstaklingsmarkaði sjötta árið í röð og væri sem fyrr leiðandi á fyrirtækjamarkaði. Aukin ánægja viðskiptavina endurspeglaðist í að bankinn varð efstur banka í Íslensku ánægjuvoginni.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans segir: „Uppgjör bankans 2019 var mjög sterkt og bankinn er vel í stakk búinn til að mæta þeirri miklu óvissu sem nú ríkir um efnahagsmál. Landsbankinn hefur lagt sig fram við að aðstoða viðskiptavini sem eru í vanda vegna Covid-19-faraldursins. Veigamestu aðgerðirnar snúast um frestun á afborgunum lána í allt að sex mánuði. Alls hafa nú 1.622 viðskiptavinir frestað greiðslum; 1.062 einstaklingar og 560 fyrirtæki, þar af 522 lítil og meðalstór fyrirtæki. Aðeins 19 viðskiptavinir hafa ekki uppfyllt skilyrði fyrir frestun, þ.e. að hafa ekki verið í viðvarandi vanskilum áður en faraldurinn skall á.

Bankinn hefur um leið lagt mikla áherslu á að tryggja að viðskiptavinir geti fengið alla bankaþjónustu án þess að þurfa að koma í útibú en þeim þurfti að loka tímabundið fyrir almennri afgreiðslu til að tryggja sóttvarnir. Allt umsóknarferli og afgreiðsla úrræða vegna Covid-19 er með stafrænum hætti. Settar hafa verið upp ítarlegar upplýsingasíður um þau fjölmörgu úrræði sem standa til boða og hægt er að panta tíma hjá ráðgjöfum bankans ef þörf er á aðstoð. Í langflestum tilfellum geta viðskiptavinir nýtt sér þjónustu bankans í sjálfsafgreiðslu, breytt yfirdrætti og kortaheimildum, tekið Aukalán, dreift reikningum og fleira sem hjálpar til við að mæta óvæntum tekjumissi.“

Kynning á afkomu Landsbankans

Óbreytt arðgreiðslustefna

Áður en Covid-19 faraldurinn skall á hafði bankaráð ráðgert að leggja fram tillögu til aðalfundar um að Landsbankinn myndi greiða arð til hluthafa að fjárhæð 9,5 milljarðar króna vegna reikningsársins 2019. Í ljósi þeirra efnahagslegu óvissu sem nú ríkir og í samræmi við tilmæli frá Seðlabanka Íslands, féll bankaráð frá þessari tillögu og lagði til við aðalfund að ekki yrði greiddur út arður vegna ársins 2019. Tillagan var samþykkt. Arðgreiðslustefna bankans er þó óbreytt. Í henni er kveðið á um að Landsbankinn greiði meirihluta hagnaðar í arð til hluthafa en frá 2013 hafa arðgreiðslur bankansnumið 142 milljörðum króna.

Af sömu ástæðum lagði bankaráð ekki til við fundinn að heimila endurkaup hlutabréfa eins og ráðgert hafði verið og var sú tillaga einnig samþykkt.

Fundurinn samþykkti einnig óbreytta þóknun til bankaráðsmanna á milli ára og hefur þóknun verið óbreytt sl. tvö ár.

Kosið í bankaráð Landsbankans

Eftirtalin voru kjörin aðalmenn í bankaráð Landsbankans:

  • Helga Björk Eiríksdóttir (formaður)
  • Berglind Svavarsdóttir
  • Einar Þór Bjarnason
  • Guðbrandur Sigurðsson
  • Hersir Sigurgeirsson
  • Sigríður Benediksdóttir
  • Þorvaldur Jacobsen

Eftirtalin voru kjörin varamenn í bankaráð Landsbankans:

  • Guðrún Ó. Blöndal
  • Sigurður Jón Björnsson

Nánari upplýsingar um aðalfund Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
19. mars 2024
Aðalfundi Landsbankans frestað til 19. apríl
Á fundi bankaráðs Landsbankans þann 19. mars 2024 var ákveðið að fresta aðalfundi bankans, sem vera átti miðvikudaginn 20. mars 2024. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins var ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl.
Austurbakki
17. mars 2024
Tilboð Landsbankans í TM samþykkt
Landsbankinn og Kvika banki hafa komist að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. („TM“) á grundvelli kauptilboðs sem bankinn lagði fram í allt hlutafé félagsins þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Austurbakki
7. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 20. mars 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
6. mars 2024
Sexföld umframeftirspurn eftir grænum skuldabréfum
Þann 5. mars 2024 lauk Landsbankinn við sölu á grænum skuldabréfum að fjárhæð 300 milljónir evra. Um var að ræða fjórðu útgáfu bankans á grænum skuldabréfum í evrum.
Austurbakki
5. mars 2024
Tilkynning um kaup Landsbankans á eigin hlutum – lok endurkaupatímabils 2024
Þann 15. febrúar 2024 birti Landsbankinn tilkynningu um að bankinn byðist til að kaupa hluti af hluthöfum samkvæmt endurkaupaáætlun á tímabilinu 19. febrúar 2024 til og með 4. mars 2024. Á endurkaupatímabilinu keypti Landsbankinn samtals 6.423.476 eigin hluti á genginu 12,8595, að kaupvirði 82.602.689 krónur.
Helga og Berglind
23. feb. 2024
Helga Björk hættir sem formaður á aðalfundi Landsbankans í mars
Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, sem hefur setið í bankaráði frá árinu 2013 og verið formaður þess frá árinu 2016, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráði á aðalfundi bankans 20. mars nk. Þá mun Berglind Svavarsdóttir, varaformaður bankaráðs, sem setið hefur í bankaráði frá árinu 2016, heldur ekki gefa kost á sér og lætur af störfum í bankaráði á sama tíma.
Austurbakki
16. feb. 2024
Landsbankinn með staðfest vísindaleg markmið um samdrátt í losun
Markmið Landsbankans um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hafa verið samþykkt af Science Based Targets initiative (SBTi). Við erum fyrsti bankinn á Íslandi til að ná þessum áfanga.
Fjölskylda
15. feb. 2024
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2023 er komin út. Þar er fjallað um það sem hæst bar hjá bankanum á árinu, framfarir í þjónustu og rekstri, góðan árangur við fjármögnun, trausta áhættustjórnun, öfluga sjálfbærnivinnu og ýmislegt fleira.
Austurbakki
15. feb. 2024
Landsbankinn nýtir heimild til kaupa á eigin hlutum
Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að nýta heimild til kaupa á eigin hlutum í bankanum sem veitt var á aðalfundi bankans 23. mars 2023. Samkvæmt endurkaupaáætluninni munu kaupin nema að hámarki 54 milljónum hluta eða sem nemur 0,23% af útgefnu hlutafé.
1. feb. 2024
Kolefnislosun frá lánasafni dróst saman um 8%
Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við nú sjálfbærniuppgjör fyrir árið 2023 en í því er að finna ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru staðfestar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur