Heim­ir og HM í Rússlandi

Líf Heimis Hallgrímssonar snýst um fótbolta. Á undanförnum árum hefur hann sem landsliðsþjálfari skilað íslenska karlalandsliðinu á EM og HM, tvö stærstu mót knattspyrnuheimsins. Í hans huga er galdurinn að baki velgengninni ekki flókinn, það er ástríðan, metnaðurinn og leikgleðin sem fylgir fótboltaiðkun í pínulitlu landi.
5. júní 2018 - Landsbankinn

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu karla, segir að eðlilega hefðu margir sagt eftir Evrópumeistaramótið 2017 að tindinum hafi verið náð. Heimir og hinir strákarnir í landsliðinu voru ekki alveg á því.

Þetta er risastórt verkefni

Undirbúningurinn fyrir þetta stóra mót fólst m.a. í því að ákveða hvaða leikmenn færu með til Rússlands. „Það er stórt verkefni að fylgjast með okkar leikmönnum og reyna að búa til hóp og finna út hverjir henta best í það verkefni að fara til Rússlands,“ segir Heimir. Skipulagið er umfangsmikið verkefni, hvað verður gert fram að Rússlandsförinni og að skipuleggja dvölina þar. „Það verður allt að vera klárt þegar við förum þangað. Vegalengdirnar eru mjög miklar þannig að skipulagningin verður að vera ákaflega góð. „Það sem hefur kannski tekið mestan tímann, og við reiknuðum ekki með, er öll þessi umfjöllun erlendra sjónvarpsstöðva, fréttamanna, blaðamanna,“ segir Heimir. „Þetta þykir merkilegt og sú landkynning sem Ísland fær fyrir vikið er gríðarlega mikil. Ég er talsmaður þessa hóps og þessa landsliðs þannig að það er ljúft og skylt að kynna Ísland og tala vel um land og þjóð og sérstaklega um þessa leikmenn og þetta landslið sem við eigum.“

Þegar gleðin ræður ríkjum gerast góðir hlutir

„Það var einhvern veginn aldrei um annað að ræða en að setja markmiðið á að komast á HM. Það sem útlendingum finnst merkilegt er að fámenn þjóð skuli ná þessum árangri og ekki síður að þjóðin hefur áhugamannaumhverfi. Hérna ræður gleðin því að þú ert í sportinu. Ekki peningar og ekki af því að þú varst valinn þegar þú varst 10 eða 12 ára til þess að gera þetta. Í þannig umhverfi þá gerast góðir hlutir.“

Allir til í að fórna sér fyrir liðið

Heimir segir íslenska landsliðið vera einstakt. Allir knattspyrnuþjálfarar í heiminum leiti að fótboltastrák eða -stelpu sem er til í að fórna sér fyrir liðið. Heimir glímir ekki við þennan vanda því í liðinu leggjast allir á eitt – allir 23 eru tilbúnir til að fórna sér fyrir liðið. Árangur liðsins undanfarin ár sé sigur liðsheildarinnar. „Ef við vinnum saman sem ein heild, þá er engin hindrun of stór,“ segir Heimir.

Metnaður fyrir því að standa sig vel

Leikmennirnir hafa mikinn persónulegan metnað. „Það er eitthvað í okkur Íslendingum, ástríða fyrir íþróttum, ástríða fyrir því að standa sig vel, ástríða fyrir leiknum. Ég held að það drífi okkur áfram,“ segir Heimir.

Best í heimi ef ástríðan er líka vinnan þín

Mamma Heimis var oft hissa á því að hann skyldi ekki vinna sem tannlæknir í fullu starfi. Það væri margfalt betur borgað en að vera knattspyrnuþjálfari. En það er einhver ástríða fyrir íþróttinni, ástríða fyrir þjálfun sem Heimir telur vega þyngra. „Það er náttúrulega það besta í heimi ef þú ferð í vinnuna þína á hverjum degi og tilfinningin er sú að þú ert að fara að gera eitthvað sem þér þykir skemmtilegt. Það er náttúrulega bara það yndislegasta fyrir allar manneskjur ef ástríðan þeirra er vinnan þeirra í leiðinni.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
23. maí 2018
Leikmennirnir bara helmingur HM hópsins
Fæstir gera sér grein fyrir því að leikmennirnir 23 í landsliðshópnum eru ekki nema tæpur helmingur þeirra sem fara til Rússlands í sumar. Liðinu fylgja sjúkraþjálfar, kokkar, umsjónarmenn búninga og hafurtasks og alls konar hjálparhellur aðrar.
18. júní 2020
Háttvísi skiptir máli
Háttvísiverðlaun Landsbankans og KSÍ eru ný verðlaun sem standa mótshöldurum knattspyrnumóta yngri flokka til boða í sumar. Með verðlaununum viljum við verðlauna háttvísi og heiðarlega framkomu allra sem að mótum koma. Á þetta fyrst og fremst við leikmenn, en ekki síður þjálfara, foreldra, áhorfendur og aðra aðstandendur.
22. ágúst 2018
„Það væri draumur að spila fyrir fullum Laugardalsvelli“
Í tilefni af leik Íslands og Þýsklands ræddi Ída Marín Hermannsdóttir í U17 landsliðinu við landsliðskonuna Hallberu Guðnýju Gísladóttur og spurði hana um fótboltann og góð ráð fyrir upprennandi knattspyrnufólk.
7. júlí 2017
„Knattspyrnan er í stöðugri framför“
Kvennaknattspyrna hefur verið í sókn síðustu ár, ekki aðeins á Íslandi heldur um allan heim. Aðsókn að leikjum eykst, ný félög og deildir spretta upp og um leið eykst fjármagn og umfjöllun. Fótboltinn er líka betri og metnaðurinn mikill, það er fátt sem kemur í veg fyrir að kvennafótboltinn nái í skottið á karlaboltanum nema hugarfar, og það er að breytast.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur