Hvers vegna Landsbankinn?

Landsbankinn leitast við að ráða og hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk. Til að stuðla að vexti og arðsemi bankans er lögð áhersla á skemmtilegan vinnustað, starfsánægju og gott starfsumhverfi sem og markvissa starfsþróun.

Það er viðhorf stjórnenda Landsbankans að það sé starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og hollusta sem er lykillinn að farsælum rekstri bankans.

Tengt efni

Starfsumhverfi

Landsbankinn leggur áherslu á að skapa skemmtilegan og áhugaverðan vinnustað þar sem tækjabúnaður og aðstaða er eins og best verður á kosið. Í bankanum er lögð mikil áhersla á að skapa starfsumhverfi með gagnkvæmum sveigjanleika þar sem þarfir fjölskyldu og starfs fara saman.

Starfsánægja

Góður starfsandi er lykilatriði í bankanum. Jákvætt viðhorf starfsfólks eykur starfs-ánægju og um leið gagnkvæma virðingu í öllum samskiptum innan og utan bankans.

Ráðningar

Landsbankinn leggur áherslu á að fá til liðs við sig öflugt og traust starfsfólk með fjölbreytilegan bakgrunn. Hverju sinni er tekið mið af reynslu, menntun, og hæfni umsækj-

enda til að takast á við starfið. Allir sem hefja störf hjá bankanum fá góðar móttökur og fræðslu um starfsemi bankans og markvissa starfsþjálfun.

Starfskjör

Lögð er áhersla á að laun og aðbúnaður séu samkeppnishæf og að hagsmunir starfsfólks og bankans fari saman. Einstaklingar eru metnir á eigin forsendum og ákvarðanir um starfskjör taka mið af frammistöðu, starfi og ábyrgð.

Starfsþróun og fræðsla

Landsbankinn leggur áherslu á að starfsfólk eflist og þróist í starfi. Bankinn styður við starfsfólk með öflugu fræðslustarfi og árlegum starfsmannasamtölum. Virk fræðslustefna miðar að því að starfsfólk efli hæfni sína og nýti hæfileika sína til fulls hverju sinni.

Sandra Hauksdóttir,
sérfræðingur í þjónustumálum.

Landsbankinn hefur á að skipa samhentum hópi kraftmikils og metnaðarfulls starfsfólks í skemmtilegu starfsumhverfi þar sem aðbúnaður er til fyrirmyndar.Arnar I. Jónsson,
sérfræðingur í Hagfræðideild.

Þekkingarmiðlun

Til að sinna verkefnum sínum vel þarf starfs-fólk á hverjum tíma að hafa greiðan aðgang að nauðsynlegum upplýsingum. Innri vefur bankans er upplýsingaveita starfsfólks á hverjum tíma. Landsbankinn leggur einnig mikla áherslu á að starfsfólk miðli sífellt af þekkingu sinni til samstarfsmanna.

Öryggi og heilsuvernd

Landsbankinn leitast við að tryggja öryggi starfsfólks á vinnustað sem og heilsusamlegt starfsumhverfi.

Starfslok vegna aldurs

Í Landsbankanum er fólki sem er að ljúka störfum vegna aldurs boðið á námskeið til 

að undirbúa starfslok. Á námskeiðinu er fjallað um jákvætt hugarfar við starfslok og farið yfir ýmsa þætti sem auðvelda starfsfólki þessi tímamót og gera þau ánægjuleg.

Mannauðsstefnu framfylgt

Til að viðhalda virkri mannauðsstefnu notar bankinn hin ýmsu mælitæki til að fá upp-lýsingar um stöðu bankans á þeim sviðum sem mannauðsstefnan tekur til. 

Þar má nefna starfslokagreiningar, mælingar á starfsmannaveltu, þjónustukannanir, reglu-legar vinnustaðagreiningar og starfsmanna-samtöl. 

Með markvissum hætti má þannig fá upplýsingar um hvernig mannauðsstefnunni er framfylgt og hversu virk hún er.