Starfsumsóknir

Viltu slást í hóp­inn?

Við leit­umst við að ráða til okk­ar framúrsk­ar­andi starfs­fólk og efla það í störf­um sín­um. Við bjóð­um upp á skemmti­leg­an vinnu­stað í fyrsta flokks starfs­um­hverfi.

Að sækja um vinnu

Þegar sótt er um starf skal leggja áherslu á að fylla umsóknina vandlega út. Vel framsettur ferill með réttum upplýsingum um fyrri störf og menntun eykur líkur á að umsóknin standist samanburð við aðrar umsóknir.

Forðast skal að hafa ferilskrá með löngum setningum. Draga skal út aðalatriði og setja þau fram á skipulegan hátt. Gott er að fá einhvern annan til að lesa umsóknina eða ferilskrána yfir til að fá annað álit og leiðrétta stafsetningarvillur. Gefðu upp það símanúmer og netfang þar sem auðveldast er að ná í þig.

  • Persónuupplýsingar
  • Menntun (nýjast efst)
  • Starfsreynsla (nýjast efst)
  • Námskeið / Önnur kunnátta
  • Félagsstörf
  • Umsagnaraðilar

Undirbúningur fyrir atvinnuviðtal

Það er nauðsynlegt að mæta vel undirbúinn í atvinnuviðtal. Umsækjandi skal mæta á réttum tíma og vera snyrtilegur til fara. Gott er að vera búinn að kynna sér fyrirtækið og þær vörur og þjónustu sem það býður upp á.

Mikilvægt er að svara af hreinskilni um reynslu og þekkingu í viðtali. Gott er að undirbúa spurningar fyrirfram sem hægt er að bera upp í lok viðtals.

Átta góðar ábendingar fyrir atvinnuviðtalið

Hvernig á að undirbúa sig og hvert er leyndarmálið á bak við vel heppnað starfsviðtal?

Mennt er máttur – en tengist ekki alltaf starfinu

Dæmi eru starfshópar sem kjósa að vinna við önnur störf en þeir menntuðu sig til.

Mikilvægt að afla sér stöðugt nýrrar þekkingar

Til eru ótal margar leiðir til að afla sér þekkingar hvort sem það tengist starfi eða einkalífi.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur