Mannauður

Við tökum vel á móti þér

Landsbankinn er öflugt þekkingarfyrirtæki með sérmenntað starfsfólk á öllum sviðum. Kappkostað er að skapa gott starfsumhverfi og bjóða upp á markvissa starfsþróun.

Framúrskarandi starfsfólk

Landsbankinn leitast við að ráða og hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk með fjölbreyttan bakgrunn. Allir sem hefja störf hjá bankanum fá góðar móttökur og fræðslu um starfsemi hans.

Gott starfsumhverfi

Mikil áhersla er lögð á að gera vinnustaðinn skemmtilegan og stuðla þannig að ánægju starfsmanna.

Metnaður og kraftur

Það er viðhorf stjórnenda Landsbankans að starfsfólkið sjálft, metnaður þess, kraftur og hollusta sé lykillinn að farsælum rekstri bankans.

Viltu vinna hjá Landsbankanum?

Þú getur sótt um störf hjá Lands-bankanum á atvinna.landsbankinn.is.

Skrifstofa Mannauðs er í Hafnarstræti 12, Reykjavík. Hægt er að hafa samband við starfsfólk Mannauðs í síma 410 4000 eða í netfanginu mannaudur@landsbankinn.is.

Almenn umsókn

Um Landsbankann

Landsbankinn er stærsta fjármálafyrirtækið á Íslandi og veitir einstaklingum, fyrirtækjum og fjárfestum um allt land trausta og alhliða fjármálaþjónustu sem byggir á langtíma viðskiptasamböndum.


Dóra Gunnarsdóttir,
sérfræðingur á Fyrirtækjasviði.