28. október 2025
Sjóðfélagafundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands (LTFÍ) verður haldinn fimmtudaginn 13. nóvember 2025 kl. 16.00 í Landsbankanum, Reykjastræti 6.
Tillaga um sameiningu við Frjálsa lífeyrissjóðinn
Dagskrá
- Kynning á samrunasamningi milli LTFÍ og Frjálsa lífeyrissjóðsins
- Tillögur og atkvæðagreiðsla um breytingar á samþykktum LTFÍ
- Kosning um tillögu um sameiningu við Frjálsa lífeyrissjóðinn
- Önnur mál
Atkvæðaréttur sjóðfélaga fer efir inneign þeirra og réttindum við næstliðin áramót. Rétthafar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt.
Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn og nýta atkvæðisrétt sinn.
Þú gætir einnig haft áhuga á

28. okt. 2025
Stjórnir Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands og Frjálsa lífeyrissjóðsins hafa skrifað undir samrunasamning með fyrirvara um samþykki sjóðfélaga Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands.

21. okt. 2025
Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands (LTFÍ) hafa undirritað samning um að sameina lífeyrissjóðina. Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands sameinast Frjálsa lífeyrissjóðnum, sem stækkar í kjölfarið og tekur yfir öll réttindi og skyldur gagnvart sjóðfélögum LTFÍ. Miðað við 30. september sl. var stærð Frjálsa um 562 milljarðar og stærð LTFÍ um 11 milljarðar.

6. maí 2025
Á ársfundi Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands sem haldinn verður föstudaginn 9. maí nk. verða meðfylgjandi tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins lagðar fram.

5. maí 2025
Rekstur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands gekk vel á árinu 2024. Ávöxtun eigna sjóðsins á árinu var góð en hrein raunávöxtun beggja deilda sjóðsins var 5,9%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar s.l. 10 ár er 3,5% í sameignardeild og 3,1% í séreignardeild. Halli á tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins nam 3,8% í árslok 2024.

25. apríl 2025
Aðalfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands verður haldinn föstudaginn 9. maí 2025 kl. 16.00 í Landsbankanum, Reykjastræti 6.

8. maí 2024
Rekstur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands gekk vel á árinu 2023. Ávöxtun á árinu var ágæt miðað við aðstæður á mörkuðum en hrein raunávöxtun séreignardeildar sjóðsins var 0,6% og sameignardeildar 0,5%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar s.l. 10 ár er 3,2% í sameignardeild og 2,8% í séreignardeild. Halli er á tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins sem nemur 5,95%.

7. maí 2024
Aðalfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands verður haldinn föstudaginn 24. maí 2024 kl. 16.00 í Landsbankanum, Reykjastræti 6.

15. maí 2023
Aðalfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands verður haldinn föstudaginn 2. júní 2023 kl. 16.00 í útibúi Landsbankans Austurstræti 11.

15. maí 2023
Rekstur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands gekk bærilega á árinu 2022. Ávöxtun var slök á árinu og í samræmi við aðstæður á verðbréfamörkuðum.

11. jan. 2023
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur staðfest breytingar á réttindatöflum og samþykktum Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands sem samþykktar voru á stjórnarfundi sjóðsins þann 23 nóvember 2022. Nýjar samþykktir tóku gildi 1. janúar 2023.