Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn og Líf­eyr­is­sjóð­ur Tann­lækna­fé­lags Ís­lands sam­ein­ast

21. október 2025

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands (LTFÍ) hafa  undirritað samning um að sameina lífeyrissjóðina. Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands sameinast Frjálsa lífeyrissjóðnum, sem stækkar í kjölfarið og tekur yfir öll réttindi og skyldur gagnvart sjóðfélögum LTFÍ. Miðað við 30. september sl. var stærð Frjálsa um 562 milljarðar og stærð LTFÍ um 11 milljarðar.

Viðræður um sameiningu sjóðanna hófust í lok júní 2025 og í kjölfarið fór fram greinargott mat á fýsileika sameiningar. Telja stjórnir beggja lífeyrissjóða að sameining muni efla rekstrargrundvöll þeirra og sé því til hagsbóta fyrir sjóðfélaga en lífeyrissjóðirnir eru afar svipaðir að uppbyggingu; skylduiðgjöldum sjóðfélaga er til að mynda skipt í séreign og samtryggingu sem hefur veitt sjóðunum ákveðna sérstöðu umfram flesta aðra lífeyrissjóði. Samkvæmt samningnum tekur Frjálsi við eignum og skuldbindingum LTFÍ m.v. 31. desember 2025 og frá þeim tíma tekur Frjálsi við iðgjöldum og greiðir lífeyri til sjóðfélaga. Sameiningin er háð samþykki á sjóðfélagafundi LTFÍ sem verður haldinn í nóvember og staðfestingu fjármálaráðuneytisins á breytingum á samþykktum sjóðsins.

Ásdís Eva Hannesdóttir, stjórnarformaður Frjálsa lífeyrissjóðsins:

„Ég vil þakka stjórn Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands fyrir það traust sem hún sýnir Frjálsa lífeyrissjóðnum með því að óska eftir sameiningu sjóðanna. Með sameiningunni verða sjóðfélagar LTFÍ hluti af öflugum lífeyrissjóði með tæplega 80 þúsund sjóðfélögum. Við munum leggja okkur fram í samstarfi við rekstraraðila sjóðsins, Arion banka, að veita tannlæknum líkt og öðrum sjóðfélögum framúrskarandi þjónustu og skila góðri ávöxtun. Við sameinum styrkleika beggja sjóða og leggjum grunn að traustri og öflugri framtíð með hagsmuni allra sjóðfélaga að leiðarljósi.“

Sigurgísli Ingimarsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands:

„Eftir að stjórn Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands hafði frá byrjun janúar 2025 kynnt sér ítarlega ýmsa möguleika til áframhaldandi reksturs sjóðsins í óbreyttri mynd eða samruna við annan sambærilegan lífeyrissjóð varð niðurstaðan að leita eftir samrunaviðræðum við Frjálsa lífeyrissjóðinn og hófust viðræður þar að lútandi í lok júní 2025. Ég er sannfærður um að við höfum valið þann kost sem bestur var í stöðunni með hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Við sameinumst stórum lífeyrissjóði með sögu um góðan og vel heppnaðan rekstur. Hjá Frjálsa er áhersla lögð á öfluga eigna- og áhættustýringu, valfrelsi og metnaðarfulla stafræna þjónustu sem munu koma sjóðfélögum LTFÍ til góða í framtíðinni.“

Frá undirritun samningsins. Efri röð frá vinstri: Arnaldur Loftsson framkvæmdastjóri Frjálsa og Gísli Vilhjálmsson varaformaður LTFÍ.   Neðri röð frá vinstri: Ásdís Eva Hannesdóttir stjórnarformaður Frjálsa og Sigurgísli Ingimarsson stjórnarformaður LTFÍ. 

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
6. maí 2025
Tillögur til breytinga á samþykktum Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands
Á ársfundi Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands sem haldinn verður föstudaginn 9. maí nk. verða meðfylgjandi tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins lagðar fram.
New temp image
5. maí 2025
Meginniðurstöður ársreiknings 2024
Rekstur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands gekk vel á árinu 2024. Ávöxtun eigna sjóðsins á árinu var góð en hrein raunávöxtun beggja deilda sjóðsins var 5,9%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar s.l. 10 ár er 3,5% í sameignardeild og 3,1% í séreignardeild. Halli  á tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins nam 3,8% í árslok 2024.
New temp image
25. apríl 2025
Aðalfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands verður föstudaginn 9. maí 2025
Aðalfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands verður haldinn föstudaginn 9. maí 2025 kl. 16.00 í Landsbankanum, Reykjastræti 6.
New temp image
8. maí 2024
Meginniðurstöður ársreiknings 2023
Rekstur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands gekk vel á árinu 2023. Ávöxtun á árinu var ágæt miðað við aðstæður á mörkuðum en hrein raunávöxtun séreignardeildar sjóðsins var 0,6% og sameignardeildar 0,5%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar s.l. 10 ár er 3,2% í sameignardeild og 2,8% í séreignardeild. Halli er á tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins sem nemur 5,95%.
New temp image
7. maí 2024
Aðalfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands verður föstudaginn 24. maí
Aðalfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands verður haldinn föstudaginn 24. maí 2024 kl. 16.00 í Landsbankanum, Reykjastræti 6.
New temp image
15. maí 2023
Aðalfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands verður föstudaginn 2. júní
Aðalfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands verður haldinn föstudaginn 2. júní 2023 kl. 16.00 í útibúi Landsbankans Austurstræti 11.
New temp image
15. maí 2023
Meginniðurstöður ársreiknings 2022
Rekstur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands gekk bærilega á árinu 2022. Ávöxtun var slök á árinu og í samræmi við aðstæður á verðbréfamörkuðum.
New temp image
11. jan. 2023
Breyting á réttindatöflum og samþykktum Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur staðfest breytingar á réttindatöflum og samþykktum Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands sem samþykktar voru á stjórnarfundi sjóðsins þann 23 nóvember 2022. Nýjar samþykktir tóku gildi 1. janúar 2023.
New temp image
2. des. 2022
Breytingar á lögum um lífeyrissjóði og tengdum lögum sem taka gildi um áramót
Breytingar á lögum lögum um lífeyrissjóði og öðrum tengdum lagabálkum sem kunna að hafa áhrif á sjóðfélaga Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands taka gildi um næstu áramót. Hér er yfirlit yfir helstu breytingar:
New temp image
29. júní 2022
Fundargerð ársfundar 2022
Ársfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands var haldinn 3. júní 2022 í Landsbankanum, Austurstræti.