Stjórnir Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands og Frjálsa lífeyrissjóðsins hafa skrifað undir samrunasamning með fyrirvara um samþykki sjóðfélaga Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands.
Af því tilefni verður kynningarfundur um samrunan í höfuðstöðvum Arion banka að Borgartúni 19, miðvikudaginn 29. október kl. 17:30 en Arion banki er rekstraraðili Frjálsa lífeyrissjóðsins.
Einnig verður boðið upp á fjarfund í gegnum Teams og verður hlekkur sendur sjóðfélögum í tölvupósti.
Á fundinum verður farið ítarlega yfir ástæður og aðdraganda þessarar ákvörðunar og þær breytingar sem hún mun hafa í för með sér fyrir sjóðfélaga Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands.
Nánari upplýsingar um Frjálsa lífeyrissjóðinn má finna á vefsíðu sjóðsins.









