Á aukaársfundi Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands (LTFÍ) sem haldinn var fimmtudaginn 13. nóvember sl. var tillaga stjórnar um sameiningu við Frjálsa lífeyrissjóðinn samþykkt.
Á fundinum voru jafnframt samþykktar breytingar á samþykktum LTFÍ. Samkvæmt breyttum samþykktum verður ekki tekið við frekari innborgunum iðgjalda í leiðir II og III frá 31. desember 2025.
LTFÍ sameinast Frjálsa lífeyrissjóðnum frá og með 1. janúar 2026. Á þeim degi tekur Frjálsi lífeyrissjóðurinn við öllum eignum, réttindum og skuldbindingum LTFÍ, fyrir bæði samtryggingu og séreign, eins og þær standa á þeim degi samkvæmt uppgjöri 31. desember 2025. Við sameiningu sjóðanna og færslu réttinda og skyldna til Frjálsa lífeyrissjóðsins 1. janúar 2026 munu samþykktir Frjálsa gilda um réttindi og skyldur sjóðfélaga LTFÍ, sem þá færast yfir til Frjálsa lífeyrissjóðsins og verða sjóðfélagar í sameinuðum sjóði.
Samkvæmt ákvörðun aukaársfundar miðast sameining sjóðanna við 1. janúar 2026 og hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfest breyttar samþykktir vegna sameiningarinnar.
Þar sem sameining sjóðanna er enn til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu (SKE) frestast framkvæmd við sameiningu þar til niðurstaða SKE liggur fyrir.
Sjóðfélagar LTFÍ verða upplýstir um framgang og framkvæmd sameiningar þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.









