Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Verðtryggð íbúðalán

Verðtryggð íbúðalán

Verðtryggð íbúðalán eru lán sem eru tengd við verðþróun sem þýðir að lánið hækkar ef verðbólga er til staðar. Greiðslur af verðtryggðum lánum eru lægri til að byrja með en eignamyndun er hægari en á óverðtryggðum lánum.

Hvernig virka verðtryggð íbúðalán?

Þú borgar minna í upphafi en eignamyndun er hægari.
Vextir eru lægri en verðbætur leggjast á höfuðstól.
Verðtryggð lán eru í boði fyrir fyrstu kaupendur og eru þau án lántökugjalds.
Við lánum allt að 85% af kaupverði íbúðalána. Hagstæðari vextir ef lánshlutfall fer undir 75%.
Verðtryggð lán eru með föstum vöxtum og lánstíminn er 20 ár.
Hægt er að velja milli jafnra afborgana eða jafnra greiðslna.

Er uppgreiðslugjald á verðtryggðum íbúðalánum?

Verðtryggð íbúðalán er á föstum vöxtum út lánstímann og getur þú þurft að borga uppgreiðslugjald, en bara ef fastir vextir á sambærilegu láni eru lægri en á láninu þínu.

  • Uppgreiðslugjald getur að hámarki numið 0,2% fyrir hvert heilt ár sem eftir stendur af fastvaxtatímabili og aldrei hærra en 4% af fjárhæð endurgreiðslu.
  • Uppgreiðslugjald á við þegar greitt er inn á lán og þegar það er greitt upp.
  • Heimilt að greiða inn á íbúðalán með föstum vöxtum 1.000.000 kr. á almanaksári án þess að greiða uppgreiðsluþóknun.

Ráðgjafar okkar geta aðstoðað þig við að reikna út hvaða áhrif uppgreiðslugjaldið hefur á lánið þitt.

Fastir vextir

Lánshlutfall allt að 75% %interest197%
Lánshlutfall allt að 85% %interest198%

Algengar spurningar

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.