Rafræn vöktun

Rafræn vöktun

Landsbankinn ber ábyrgð á rafrænni vöktun sem fer fram í tengslum við starfsemi bankans. Landsbankinn hefur sett sér reglur um meðferð persónuupplýsinga sem stuðla að því að vinnsla persónuupplýsinga sé í samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs.

Austurbakki

Eftirlitsmyndavélar

Persónuverndarfulltrúi
Hægt er að beina fyrirspurnum, ábendingum eða kvörtunum um vinnslu persónuupplýsinga til persónuverndarfulltrúa Landsbankans, á netfangið personuvernd@landsbankinn.is eða í síma 410 4000.
Tilgangur vöktunar
Rafræn vöktun fer fram í öryggis- og eignavörsluskyni. Vöktunin fer fram með eftirlitsmyndavélum sem eru staðsettar í og við húsnæði þar sem Landsbankinn er með starfsemi og í hraðbönkum víðs vegar um landið.
Tegundir persónuupplýsinga
Við rafræna vöktun með eftirlitsmyndavélum verður til myndefni/myndskeið af einstaklingum sem hafa farið um vaktaða svæðið og athafnir þeirra. Tegund persónuupplýsinga hér vísar því í slíkt efni.
Heimild til vinnslu
Rafræn vöktun fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna Landsbankans og í þeim tilgangi að gæta öryggis og eignavörslu.

Ábyrgðaraðili rafrænnar vöktunar

Landsbankinn hf., kt. 471008-0480, Reykjastræti 6, 101 Reykjavík. Sími 410 4000, tölvupóstfang landsbankinn@landsbankinn.is.

Viðtakendur myndefnis

Allur aðgangur að efni sem verður til við rafræna vöktun er aðgangsstýrður og hefur einungis ákveðið starfsfólk bankans aðgang. Aðilar sem annast öryggisgæslu bankans hafa aðgang að efni í sjónvarpsvöktun. Myndefni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað kann að vera afhent lögreglu eða bankanum kann að vera skylt á grundvelli laga að afhenda myndefni.

Einstaklingar geta farið fram á að fá myndefni afhent ef upplýsingar eru nauðsynlegar til að afmarka, setja fram eða verja kröfu vegna dómsmáls eða annarra slíkra laganauðsynja. Einstaklingar geta jafnframt veitt upplýst samþykki fyrir miðlun myndefnis og afhending myndefnis getur verið heimil gegn fyrirframgefnu samþykki Persónuverndar, sjá nánar 10. gr. reglna um rafræna vöktun.

Varðveislutími myndefnis

Myndefni er varðveitt í 30 daga áður en það er fært á afritaskrá þar sem það er varðveitt í 30 daga til viðbótar. Að þeim tíma liðnum er myndefni eytt nema málefnalegar og rökstuddar ástæður séu til lengri varðveislu.

Réttindi einstaklinga

Einstaklingar eiga rétt á að skoða myndefni þar sem þeir koma fyrir og fá afhent afrit af myndefninu svo framarlega sem það skerðir ekki réttindi og frelsi annarra. Að öðru leyti fer um réttindi einstaklinga samkvæmt III. kafla laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. nánar ákvæði í III. kafla reglugerðar (ESB) 2016/679.

Hægt er að óska eftir aðgangi að persónuupplýsingum með innskráningu í réttindagátt Landsbankans.

Réttur til að leggja fram kvörtun

Þeir sem sæta rafrænni vöktun eiga rétt á að leggja inn kvörtun hjá Persónuvernd ef þeir telja vinnsluna andstæða ákvæðum persónuverndarlaga. Upplýsingar um Persónuvernd er að finna á vefsíðu Persónuverndar.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur