Menningarnótt í Landsbankanum Austurstræti 11
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 20. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá í Austurstræti 11.
13.00 og 14.00 - Listaverkaganga
Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, kynnir myndlist í bankanum. Listaverkagangan hefur verið á dagskrá bankans á Menningarnótt um árabil og er alltaf jafn vinsæl.
15.00 - Soffía frænka og Jónatan ræningi
Soffía frænka og Jónatan ræningi úr Kardemommubænum fara yfir málin og gefa nokkur góð ráð um hvernig eigi að halda uppi röð og reglu í fyrirmyndar ræningjabæli.
16.00 - Una Torfa
Una Torfa gaf út sitt fyrsta lag fyrr á þessu ári og hefur heldur betur heillað landsmenn upp úr skónum með fallegum og persónulegum textum sínum, röddinni og nýju plötunni Flækt og týnd og einmana.
17.00 - Emmsjé Gauti
Emmsjé Gauta þekkja allir. Gauti kemur og flytur nokkur af sínum vinsælustu lögum og jafnvel eitthvað nýtt.
Ekki láta þig vanta á þennan frábæra viðburð!