Fréttir

Starf­sem­in áfram kol­efnis­jöfn­uð í gegn­um al­þjóð­lega vott­uð verk­efni

Starfsemi Landsbankans hefur verið kolefnisjöfnuð fyrir árið 2021 og höfum við hlotið endurnýjun á hinni alþjóðlega viðurkenndu CarbonNeutral® vottun.
13. ágúst 2021 - Landsbankinn

Starfsemin er kolefnisjöfnuð í gegnum alþjóðlega vottuð verkefni, þar sem keyptar eru vottaðar kolefniseiningar í samstarfi við Natural Capital Partners. Þannig fjárfestir bankinn í kolefniseiningum sem hlotið  hafa stranga gæðavottun og hafa sannarlega leitt til bindingar eða komist hjá losun gróðurhúsalofttegunda.

 Með því að kaupa vottaðar kolefniseiningar frá endurnýjanlegri orkuframleiðslu náum við að vega upp á móti þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem óhjákvæmilega verður í rekstri bankans. Með samstarfinu við Natural Capital Partners kolefnisjöfnum við starfsemina eftir ströngustu alþjóðlegu stöðlum, þar sem kolefnisbindingin þarf þegar að hafa átt sér stað þegar einingin er seld.

Við þekkjum okkar kolefnisspor

Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna sýnir skýrt hversu alvarlegum loftslagsbreytingum við stöndum öll frammi fyrir sem hafa nú þegar haft mikil áhrif á hagkerfi heimsins. Við leggjum okkur fram við að þekkja umhverfisáhrif okkar og draga úr losun, þróa nýjar grænar lausnir, skilja hvernig fjármögnun hefur áhrif á loftslagsmál og hvernig loftslagsáhætta hefur áhrif á starfsemi okkar. Við vinnum stöðugt í átt að meiri sjálfbærni og viljum veita viðskiptavinum okkar þá þjónustu að hjálpa þeim á sinni sjálfbærnivegferð.

Á hverju ári gerum víð ítarlega útreikninga á kolefnisspori bankans og birtum opinberlega. Útreikningarnir taka til losunar gróðurhúsalofttegunda vegna gagnaflutnings, framleiðslu og dreifingar rafmagns, losunar vegna framleiðslu eldsneytis, ferða starfsfólks til og frá vinnu, flugferða, framleiðslu tölvubúnaðar og fleira. Auk þess höfum við, fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja, áætlað og birt kolefnislosun vegna útlána til fyrirtækja, íbúðalána og bílalána með aðferðafræði alþjóðlega PCAF-loftslagsmælisins.

Carbon Nautral logo
Þú gætir einnig haft áhuga á
Runólfur V. Guðmundsson og Árni Þór Þorbjörnsson
5. júlí 2021
Fyrsta fyrirtækið sem fær sjálfbærnimerki Landsbankans
Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. er fyrsta fyrirtækið til að hljóta sjálfbærnimerki Landsbankans. Félagið fær sjálfbærnimerkið vegna MSC vottaðra fiskveiða.
11. júní 2021
Landsbankinn mælir kolefnislosun lánasafnsins fyrstur banka
Landsbankinn hefur fyrstur íslenskra fjármálafyrirtækja mælt kolefnislosun frá lánasafni sínu. Þetta markar tímamót þar sem ein helsta áskorun banka í loftslagsmálum hefur verið að mæla umhverfisáhrif frá verkefnum sem þeir lána til eða fjárfesta í.
New temp image
25. júní 2021
Árborg gefur út fyrsta sjálfbærniskuldabréfið
Sveitarfélagið Árborg gaf í júní út fyrsta íslenska sjálfbærniskuldabréfið til fjármögnunar á verkefnum sem hafa umhverfis- og/eða félagslegan ávinning í för með sér.
2. júní 2021
Nýr fjárfestingarsjóður með sjálfbærni að leiðarljósi
Eignadreifing sjálfbær er nýr fjárfestingarsjóður Landsbréfa, dótturfélags Landsbankans. Markmið sjóðsins er að ná fram ávöxtun og dreifingu áhættu með sjálfbærni að leiðarljósi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur