Ávöxtunarleiðir

Fjölbreyttar ávöxtunarleiðir

Ólíkum þörfum og viðhorfi til áhættu er mætt með fjölbreyttum ávöxtunarleiðum. Þú getur sótt um viðbótarlífeyrissparnað eða breytt um ávöxtunarleið í Landsbankaappinu.

Íslenski lífeyrissjóðurinn
Lífeyrisbók Landsbankans
Lífeyrissparnaður - Erlend verðbréf
Fjölskylda skoðar hesta um vetur

Nafnávöxtun viðbótarlífeyrissparnaðar

1 ár 3 ár* 5 ár* 10 ár* 15 ár*
* Meðalnafnávöxtun á ári til 30. nóvember 2024
Íslenski - Líf I: Séreign 14,2% 4,0% 8,0% 8,1% 8,6%
Íslenski - Líf II: Séreign 12,9% 3,8% 7,2% 7,5% 7,9%
Íslenski - Líf III: Séreign 11,6% 3,7% 6,4% 6,9% 7,3%
Íslenski - Líf IV: Séreign 7,9% 3,4% 3,7% 4,9% 5,6%
Lífeyrisbók - Verðtryggð 6,7% 8,4% 6,9% 5,6% 5,8%
Lífeyrisbók - Óverðtryggð 9,3% 7,1% 5,1% 4,4% 4,4%
Lífeyrissparnaður - Erlend verðbréf 16,5% 4,6% 8,6% 6,6% 6,2%

Raunávöxtun viðbótarlífeyrissparnaðar

1 ár 3 ár* 5 ár* 10 ár* 15 ár*
* Meðalraunávöxtun á ári til 30. nóvember 2024
Íslenski - Líf I: Séreign 8,7% -3,2% 1,8% 3,8% 4,5%
Íslenski - Líf II: Séreign 7,5% -3,4% 1,0% 3,3% 3,7%
Íslenski - Líf III: Séreign 6,2% -3,5% 0,3% 2,6% 3,2%
Íslenski - Líf IV: Séreign 2,7% -3,8% -2,2% 0,7% 1,6%
Lífeyrisbók - Verðtryggð 1,6% 0,9% 0,8% 1,4% 1,8%
Lífeyrisbók - Óverðtryggð 4,0% -0,3% -0,9% 0,3% 0,4%
Lífeyrissparnaður - Erlend verðbréf 10,9% -2,7% 2,4% 2,4% 2,2%

Lífsbrautin

Þú getur valið einstakar ávöxtunarleiðir eða kosið að fylgja Lífsbraut þar sem sparnaður þinn færist sjálfkrafa á milli ávöxtunarleiða eftir aldri.

Líf I
16-44
ára
Líf II
45-54
ára
Líf III
55-64
ára
Líf IV
65+
ára

Fjárfestingarstefna

Ávöxtunarleiðirnar fylgja ólíkum fjárfestingastefnum sem henta áhættuvilja hvers og eins.

Líf I

Líf I er fyrir einstaklinga sem vilja taka áhættu og ná góðri ávöxtun til lengri tíma. Sveiflur í ávöxtun geta verið miklar yfir skemmri tímabil en stefnt er að góðri langtímaávöxtun.

Hentar því þeim sem eiga 20 ár eða meira eftir af lífeyrissöfnunartíma sínum.

Lykilupplýsingar (PDF)

Líf II

Líf II er fyrir einstaklinga sem vilja taka hóflega áhættu og ná góðri ávöxtun til lengri tíma. Sveiflur í ávöxtun safnsins geta verið þó nokkrar yfir skemmri tímabil en stefnt er að góðri langtímaávöxtun.

Hentar því þeim sem eiga meira en 5 ár eftir af lífeyrissöfnunartíma sínum.

Lykilupplýsingar (PDF)

Líf III

Fyrir einstaklinga sem nálgast töku lífeyris eða eru nú þegar farnir að taka út lífeyri.

Lykilupplýsingar (PDF)

Líf IV

Líf IV hentar þeim einstaklingum sem nálgast töku lífeyris eða eru nú þegar farnir að taka út lífeyri. Lögð er áhersla á trausta og jafna ávöxtun.

Lykilupplýsingar (PDF)

Lífeyrisbók verðtryggð

Verðtryggður innlánsreikningur fyrir lífeyrissparnað sem hentar þeim sem vilja ávaxta sparnað sinn á einfaldan og gagnsæjan hátt. Reikningarnir bera breytilega vexti.

Lykilupplýsingar (PDF)

Lífeyrisbók óverðtryggð

Óverðtryggður innlánsreikningur fyrir lífeyrissparnað sem hentar þeim sem vilja ávaxta sparnað sinn á einfaldan og gagnsæjan hátt. Reikningarnir bera breytilega vexti.

Lykilupplýsingar (PDF)

Lífeyrissparnaður - Erlend verðbréf

Þessi leið er fyrir þá sem vilja ráðstafa lífeyrissparnaði sínum í erlend verðbréf. Sveiflur í ávöxtun geta verið mjög miklar. Sjóðurinn hentar þeim sem eiga langan tíma eftir af lífeyrissöfnunartíma sínum og þeim sem eru meðvitaðir um að sveiflur geta verið töluverðar.

Fyrst og fremst er fjárfest í verðbréfasjóðum þar sem markmiðið er að nýta helstu styrkleika fremstu sjóðastýringarfyrirtækja heims til þess að ná hámarksávöxtun með mikilli áhættudreifingu.

Lykilupplýsingar (PDF)

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur