Markmið
Markmið
Markmið hentar þeim sem kjósa skammtímasparnað og jafnvel að spara með öðrum. Aðeins er hægt að stofna Markmiða reikning í gegnum Spara í appi. Reikningurinn er óverðtryggður, með engan binditíma og er fyrir viðskiptavini sem náð hafa 13 ára aldri. Við úttekt á sparnaði er aðeins hægt að millifæra af reikningnum í Spara og á reikning í eigu sama viðskiptavinar hjá Landsbankanum.
- Óverðtryggður
- Óbundinn
- ... vextir
- Vextir greiðast mánaðarlega
- Skilmálar (PDF)
Reiknaðu út sparnaðinn
Reiknaðu hve mikið þú þarft að leggja fyrir á mánuði, í hve langan tíma eða hvað þú munir eiga mikið í lok sparnaðartímabils.
Það er einfalt að byrja að spara
Með reglulegum sparnaði í netbankanum þarft þú ekki að muna eftir því að leggja til hliðar. Upphæðin þarf ekki að vera há en margt smátt gerir eitt stórt.
Sjálfvirkar millifærslur
Þú ákveður upphæðina, hvenær skal millifæra og velur sparnaðarreikninginn. Sparnaðurinn verður þá framkvæmdur sjálfkrafa í hverjum mánuði.
Sparað með kortanotkun
Viltu spara ákveðna upphæð við hverja notkun á debet- eða kreditkortinu þínu? Hægt er að hækka hverja færslu um ákveðna upphæð eða upp í næsta hundrað eða þúsund.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.