Framtíðargrunnur

Framtíðin lögð með góðri ávöxtun

Framtíðargrunnur er hugsaður fyrir þá sem vilja spara og mynda sjóð fyrir börnin þegar þau komast á fullorðinsár. Reikningurinn ber hæstu vexti almennra innlánsreikninga hverju sinni og er því góður kostur fyrir langtímasparnað.

Hægt er að velja um verðtryggðan eða óverðtryggðan Framtíðargrunn.

Innstæðan er laus til útborgunar við 18 ára aldur. Á 18 ára afmælisdegi eru vextir reiknaðir og fjármagnstekjuskattur dreginn af vöxtum.

Ef um er að ræða verðtryggðan Framtíðargrunn binst öll innstæðan aftur í mánuðinum eftir 18 ára afmæli og eftir það er hægt að panta útborgun af þeirri innstæðu sem náð hefur lágmarks 36 mánaða binditíma. Pöntuð útborgun greiðist þremur mánuðum eftir pöntun. Við pöntun úttektar tilgreinir viðskiptavinur ráðstöfunarreikning. Ráðstöfunarreikningur verður að vera í Landsbanka og í eigu sama viðskiptavinar og reikningurinn sem verið er að panta úttekt af.

Við pöntun úttektar tilgreinir viðskiptavinur ráðstöfunarreikning. Ráðstöfunarreikningur verður að vera í Landsbanka og í eigu sama viðskiptavinar og reikningurinn sem verið er að panta úttekt af.

Óverðtryggður Framtíðargrunnur hentar sérstaklega fyrir þá sem hafa náð 15 ára aldri og vilja fá alla innstæðu lausa við 18 ára aldur.

Eiginleikar Framtíðargrunns

  • Reikningurinn hentar vel sem sparnaðarform fyrir börn og unglinga.
  • Reikningurinn er bundinn til 18 ára aldurs.
  • Eftir 18 ára aldur er verðtryggði reikningurinn laus í 1 mánuð.
  • Innborganir sem gerðar eru á verðtryggðan Framtíðargrunn eftir að reikningseigandi hefur náð 15 ára aldri eru bundnar í 3 ár frá innborgunardegi og fær hver sinn lausnartíma.
  • Ef innstæða er ekki tekin út við 18 ára aldur heldur hún óbreyttum kjörum.
  • Auðvelt að hefja reglubundinn sparnað.
  • Engin þjónustugjöld, innlausnargjöld eða aðrar þóknanir.

Skilmálar Framtíðargrunns

Sprotarnir

Klassi - fyrir unga fólkið