Skattframtal og tekjuupplýsingar eru sóttar til RSK. Upplýsingar um skuldastöðu hjá öðrum lánastofnunum en Landsbankanum eru sóttar til Creditinfo ásamt lánshæfismati ef viðskiptavinur hefur ekki verið í viðskiptum við Landsbankann.
Greiðslumat
Gerum greiðslumat á örfáum mínútum
Greiðslumat gefur þér skýra mynd af greiðslugetu þinni og því hversu hátt lán þú getur tekið.
Það er einfalt að ganga frá greiðslumati á netinu
Þú notar rafræn skilríki til að leyfa bankanum að taka saman þau gögn sem notuð verða til að útbúa greiðslumatið. Hjón og sambúðarfólk eru greiðslumetin saman og því þurfa báðir aðilar að hafa rafræn skilríki.
Niðurstöður greiðslumats
Þegar þú hefur lokið greiðslumati getur þú reiknað hámarksverð íbúðar eða bíls allt eftir því hvernig lán þú vilt taka og hve mikið þú getur greitt í útborgun.
Hafðu í huga að það er ekki endilega rétt að nýta allt svigrúmið sem greiðslumatið gefur. Þú vilt geta leyft þér fleira en að kaupa mat og borga af lánum.
Athugaðu að þessi áætlun tekur ekki mið af áætluðum rekstri fasteignar eða greiðslubyrðarhlutfalli Seðlabankans.
Algengar spurningar
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.