Þú getur framkvæmt SWIFT-millifærslu yfir á reikninga í sömu mynt í erlendum banka hvenær sem er í netbankanum eða appinu, en milli kl. 9 og 16 á virkum dögum ef um millifærslu í íslenskum krónum yfir á reikninga í erlendum gjaldeyri er að ræða.
Til að framkvæma millifærsluna þarf:
- Nafn og heimilisfang viðtakanda (Götuheiti og númer, póstnúmer og borg)
- IBAN númer reiknings viðtakanda (Evrópa) eða reikningsnúmer viðtakanda (utan Evrópu) SWIFT heiti banka viðtakanda (Evrópa), Routing number/ABA eða Federal Wire (USA), Transit number (Kanada) og Bank Code (Ástralía)
- Fjárhæð (erlend mynt)
- Skýring greiðslu (valkvætt)
- Réttan flokkunarlykil Seðlabankans