Í þessu hlaðvarpi, sem unnið er í samstarfi við Félag ungra fjárfesta, er fjallað um fjárfestingar út frá sjónarhorni ungs fólks. Meðal annars er rætt um mikilvægi eignadreifingar og að kynna sér málin vel, hvernig fjárfesta megi með ábyrgum hætti og að ekki megi missa sjónar af áhættunni.
Elín Dóra Halldórsdóttir, viðskiptastjóri hjá Mörkuðum Landsbankans, ræðir við Arnald Þór Guðmundsson, formann Félags ungra fjárfesta, Þórunni Björk Steingrímsdóttur sérfræðing í verðbréfaviðskiptum hjá Landsbankanum og Teit Pál Reynisson, viðskiptastjóra í fagfjárfestaþjónustu bankans.









