ISO 20022

Stöðl­un greiðslu­upp­lýs­inga

ISO20022 er al­þjóð­leg­ur og op­inn sam­skiptastað­all fyr­ir með­al ann­ars greiðslu­fyr­ir­mæli og reikn­ings­upp­lýs­ing­ar milli fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Hvað er ISO 20022?

Staðallinn hefur bein áhrif á framsetningu gagna og aðgerða, svo sem fyrirspurna umgreiðslur og yfirlit bankareikninga. Frá nóvember 2025 mun SWIFT-kerfið ekki styðja eldri samskiptastaðla bankanna og þess vegna stendur nú yfir vinna um allan heim við að gera viðhlítandi breytingar á greiðslukerfum og fleiri kerfum.

Ríkari gögn
Mun meiri stuðningur er við sértæka stafi og tákn, s.s. í íslensku og kínversku. Gögnin haldast óbreytt alla leið, allt frá greiðanda til viðtakanda.
Einfaldari skýrslugerð
Auðveldara verður að safna og viðhalda ítarupplýsingum um mótaðila í viðskiptum. Þetta á bæði við um viðskiptavini og bankana sjálfa.
Bættur rekjanleiki
Greiðendur og viðtakendur njóta góðs af miklu meiri stafafjölda.
Aukin skilvirkni
Svæðin verða fleiri en áður, nú verður til dæmis hægt að skilgreina fyrir hönd hvaða aðila er greitt og hafa fleiri banka í bankakeðjunni.
Meira vinnuhagræði
Með hærra STP-hlutfalli (e. straight-through-processing ratio) fækkar handvirkum inngripum bankanna til mikilla muna. Það flýtir líka fyrir sjálfvirkri afstemmingu bókhalds hjá bæði viðskiptavinum og bönkum.
Einfaldari ferlar
Með hagnýtingu API-þjónusta er auðveldara að senda og sækja gögn. Þetta á líka við um fyrirtæki í eigin samskiptum við SWIFT, sérstaklega þegar báðir aðilar nota ISO20022.
Samræmd framsetning
Auðveldara er að ganga úr skugga um réttmæti innsleginna og innsendra gagna, s.s. að þau séu rétt uppbyggð, að heimilisföng séu fullnægjandi og fleira í þeim dúr.
Bankaþjónusta framtíðarinnar
Staðallinn styður nú þegar óútkomnar greiðslulausnir banka hérlendis, s.s. R2P (e. request-to-pay), launagreiðslur fram í tímann, staðsetningarkerfi greiðslna (SWIFT GPI) o.fl.

Skeytategundir í SWIFT kerfinu

Til þessa hefur SWIFT-kerfið boðið upp á svonefnd MT-skeyti sem fylgja FIN-samskiptastaðli, en frá nóvember 2022 styður kerfið líka MX-skeyti samkvæmt ISO-staðli númer 20022. Staðallinn mun gilda um erlendar greiðslur og bankareikninga.Af þessu tilefni birtum við hér algengar spurningar og svör um málið.

Algengar spurningar

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

kona úti í náttúrur
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur