Erlendar millifærslur

Konur í verslun

Ein­föld lausn fyr­ir al­þjóð­leg við­skipti

Erlendar millifærslur

Í netbanka fyrirtækja er einfalt að framkvæma greiðslur til erlendra birgja og lánardrottna eða millifæra á erlenda reikninga.

SWIFT-greiðslur

SWIFT er staðlað samskiptakerfi sem er notað af helstu bönkum um allan heim, m.a. til að senda erlendar millifærslur á milli banka.

Erlendar millifærslur af reikningum í íslenskum krónum yfir á reikninga í erlendum gjaldeyri er hægt að framkvæma milli kl. 9.00 og 16.00 á virkum dögum. Erlendar millifærslur á milli reikninga í sömu mynt er hægt að framkvæma hvenær sem er.

SWIFT-færsla tekur 2-5 daga að berast en hægt er að sækja um hraðgreiðslu sem tekur venjulega einn dag.

SEPA-greiðslur

Með SEPA-greiðslu er hægt að millifæra evrur til ESB-landa auk Íslands, Noregs, Bretlands, Liechtenstein, Andorra, San Marínó, Mónakó og Sviss.

Hægt er að framkvæma SEPA-greiðslur milli kl. 9.00 og 16.00 á virkum dögum.

Færslan greiðist inn á reikning viðtakanda næsta virka dag. Greiðandinn og viðtakandi deila kostnaðinum.

Nánari upplýsingar

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Sóley
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur