Frjáls séreign
Ef starfsgeta þín skerðist vegna örorku áttu rétt á útborgun á frjálsri séreign á 7 árum, miðað við 100% örorku. Árleg útborgun lækkar og úttektartími lengist hlutfallslega ef örorkuprósentan er lægri.
Örorkulífeyrir
Þú átt rétt á örorkulífeyri til 70 ára aldurs ef þú verður fyrir orkutapi sem metið er 50% eða meira, hefur greitt í lífeyrissjóð í a.m.k tvö ár og orðið fyrir tekjuskerðingu af völdum orkutapsins.
Auk örorkulífeyris ávinnur þú þér rétt til þess sem kallað er framreikningur örorkulífeyris, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Ef þú átt rétt til framreiknings hækkar mánaðarlegur örorkulífeyrir þinn þar sem framreikningur tekur mið af þeim lífeyri sem þú hefðir áunnið þér miðað við að hafa greitt til sjóðsins til 65 ára aldurs. Þá ávinnur þú þér einnig rétt til ellilífeyris frá 70 ára aldri, eins og þú hefðir greitt til sjóðsins til 65 ára aldurs.
Örorkulífeyrisréttur er miðaður við áunnin lífeyrisréttindi og framreiknuð réttindi ef sjóðfélagi uppfyllir viss skilyrði.
Skilyrði framreiknings
- Sjóðfélagi hafi greitt í sjóðinn í a.m.k. 3 af sl. 4 árum.
- Sjóðfélagi hafi greitt í sjóðinn í a.m.k. 6 af sl. 12 mánuðum.
- Árleg inngreiðsla sjóðfélaga hafi verið a.m.k. 69.899* kr.
- Orkutap sjóðfélaga sé ekki rakið til ofnotkunar áfengis, lyfja eða fíkniefna.
- Fullur örorkulífeyrir er greiddur m.v. 100% örorku en lífeyrisgreiðslur eru hlutfallslegar ef orkutapið er á bilinu 50% - 100%.
- Áframhaldandi ávinnsla ellilífeyris, m.v. 65 ára aldur.
- Viðmiðunarlaun, sl. 3 ár.
- Sjóðfélagi hafi orðið fyrir tekjumissi.
- Örorkumatið skal miða við hæfi sjóðfélaga til þess að afla sér launatekna.
- Örorkulífeyrir ekki hærri en tekjumissir vegna örorku.
- Ekki greiðslur fyrstu þrjá mánuði eða ef örorka varir skemur en sex mánuði.
Fylgigögn með umsókn
- Afrit af örorkuskírteini með mynd frá Tryggingastofnun
- Skattskýrsla þriggja síðustu tekjuára
- Læknisvottorð
Barnalífeyrir
Börn sjóðfélaga sem nýtur fulls fulls örorkulífeyris eiga rétt á barnalífeyri til 18 ára aldurs. Ef örorka er metin lægri en 100% lækkar barnalífeyrir hlutfallslega. Barnalífeyrir með hverju barni skal vera 15.378* kr á mánuði miðað við 100% orkutap.
Sjá samþykktir sjóðsins
*m.v. vísitölu neysluverðs í okt. 2020