Um vefinn

Fjölskylda

Vef­ur­inn létt­ir líf­ið

Nýi vef­ur­inn okk­ar leit dags­ins ljós í lok árs 2020. Hann er hann­að­ur með það í huga að ein­falda líf við­skipta­vina með því að gera fjár­málin að­gengi­legri og gera fræðslu og ráð­gjöf hærra und­ir höfði.

Nýr en samt kunnuglegur

Vefurinn var hannaður og forritaður frá grunni. Við þá vinnu var m.a. tekið mið af notkun viðskiptavina á eldri vefnum og ítarlegri þarfagreiningu. Hann var einfaldaður til muna og er aðgengilegri, skýrari og léttari en sá gamli. Vefurinn tengir saman dreifileiðir bankans, svo sem netbanka, app og sjálfsafgreiðslulausnir á borð við rafrænt greiðslumat, umsóknir og fleira.

Fjölskylda í sumarbústað

Talsmáti

Stefna okkar leggur áherslu á traust, mannleg og opin samskipti. Hún leggur einnig áherslu á að við séum til staðar fyrir viðskiptavini, störfum með þeirra hagsmuni að leiðarljósi og vinnum að því að  einfalda líf þeirra.

Þessi hugsun mótar allan okkar talsmáta. Við tölum við viðskiptavini okkar sem jafningja og sleppum öllum formlegheitum og orðlengingum eins og við mögulega getum. Við tölum sama mál og viðskiptavinurinn, byrjum á því sem skiptir máli og gerum okkar besta til að þýða tæknimál á mannamál.

Uppbygging vörusíðna

Vörusíður eru settar fram á samræmdan hátt. sem auðveldar núverandi og tilvonandi viðskiptavinum að nálgast vörurnar okkar, finna upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að taka ákvarðanir og fá svör við spurningum sínum. Uppbygging þeirra er með þeim hætti að fyrst er varan er kynnt til sögunnar, og ljóst gert hvernig megi sækja um hana. Í kjölfarið fylgja ýtarlegri upplýsingar. Leitast er við að svara eftirtöldum spurningum:

1. Hvað er þetta?
Einföld og aðgengileg innkoma gerir notandanum ljóst hvar hann er staddur og lýsir grunneinkennum og kostum vörunnar.
2. Hvernig fæ ég þetta?
Greitt aðgengi að rafrænni umsókn eða tímapöntun í fyrstu skjáfylli til að nálgast vöruna á örskotsstundu.
3. Hvað getur þú sagt mér meira?
Nánari upplýsingar um vöruna birtast neðar á síðunni: Vörulýsing, vextir, reiknivél, svör við algengum spurningum, fræðslugreinar og tengdar vörur, eftir því sem við á hverju sinni.

Hvernig ferðast ég um vefinn?

Margar leiðir eru til að ferðast um vefinn, t.d. eftir hefðbundnu leiðartré, í gegnum hlekki sem fléttaðir eru saman við efni síðna, tengdar greinar og svo með leitarvél. Við viljum bjóða upp á margar leiðir að sama marki og látum þessar leiðir styðja hvora aðra.

Fólk að ganga við Helgafell

Hefðbundið leiðartré

Leiðartréð er opnað með því að smella á einn af aðalflokkunum í valmyndinni efst á vefnum. Þá opnast valmynd sem nær yfir allan skjáinn. Þar má grafa sig eftir leiðakerfinu til að finna þá síðu sem leitað er að.

Reiðhjól

Ferðast í gegnum efnið

Einnig er hægt að smella sig í gegnum efni vefsins, auglýsingar, fréttir, fasta hlekki o.s.frv. Uppröðun efnis miðar að því að bjóða upp á tengt efni, ítarupplýsingar og fróðleik á viðeigandi stöðum. Í lok greina er til dæmis að finna hlekki á tengdar greinar sem lesandinn gæti haft gagn og gaman að.

Leit

Leitin á vefnum nýtir vefþjónustu frá Google til að finna það efni sem viðskiptavinurinn leitar að.

Hönnun og framsetning efnis

Við hönnun vefsins leggjum við áherslu á léttleika, læsileika og samræmi í framsetningu. Fyrirsagnir eru stórar og ljósmyndir leika stórt hlutverk í hönnuninni.

Forritun

Við notumst við vefumsjónarkerfið Prismic sem er svokallað „headless CMS“. Slíkt kerfi aðgreinir efni vefsins – texta, myndir, myndbönd – frá framsetningarlaginu eða kóðanum. Þetta auðveldar okkur að birta sama efni með mismunandi hætti á ólíkum stöðum og tækjum og einfaldar breytingar og uppfærslu á útliti.

Efnið er svo birt með NextJS vefþjóni sem forsmíðað HTML (pre-built HTML) með stale-while-revalidate caching. Það er gert til að auka hraða við að hlaða inn síðum. Notast er við GraphQL bæði til að eiga samskipti við vefumsjónarkerfið og við vefþjónustur innan bankans.

Aðgengismál

Við þróun vefins var tekið tillit til aðgengismála allt frá upphafi. ARIA staðlar eru nýttir til að styðja við notkun sjónskertra viðskiptavina. Vefdeild Landsbankans hefur fengið ómetanlega aðstoð frá Birki Gunnarssyni aðgengisráðgjafa við þróun veflausna sinna þar á meðal appsins.

Sérforritaðar einingar

Fjölmargar sérforritaðar einingar eru til staðar á vefnum svo sem reiknivélar, umsóknir, gagnvirk kort af afgreiðslustöðum, birting upplýsinga frá fjármálamörkuðum og margt fleira.

Hægt að koma í viðskipti á örfáum mínútum

Á vefnum og appinu geta fyrirtæki og einstaklingar komið í viðskipti við bankann. Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og debetkort. Það eina sem þarf er rafræn skilríki.

Auðvelt að hafa samband

Neðst í hægra horninu er alltaf til staðar talbóla sem gerir notendum vefsins kleift að hafa samband við okkur með þeim hætti sem hverjum hentar best. Þar er að finna netspjallið okkar, hægt er að panta tíma í útibúi eða fá símtal eða einfaldlega senda okkur skilaboð.

Reiknivélar

Nokkrar háþróaðar reiknivélar er að finna á vefnum svo sem íbúðalánareiknivél, bílalánareiknivél, gjaldmiðlareiknivél, skuldabréfareiknivél og margt fleira. Hver þessara reiknivéla er unnin í náinni samvinnu við sérfræðinga á viðkomandi sviði og prófaðar með starfsfólki og viðskiptavinum á ólíkum stigum þróunarinnar. Fleiri reiknivélar eru í vinnslu.

Umsóknir

Rafrænum umsóknum hefur fjölgað mikið á síðustu mánuðum og árum. Má þar nefna rafrænt greiðslumat, umsókn um íbúðalán (sem inniheldur reiknivél sem leggur til uppbyggingu láns eftir því hve mikið viðskiptavinurinn kýs að borga mikið á mánuði) og fleira.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur