Fyrirvari

Upplýsingar birtar á vef þessum eru byggðar á heimildum sem Landsbankinn telur áreiðanlegar. Landsbankinn getur ekki ábyrgst að þær séu allar réttar. Þá kunna upplýsingar og skoðanir þær sem fram koma að breytast án fyrirvara.

Upplýsingar sem birtar eru á vef Landsbankans fela á engan hátt í sér ráðleggingar til viðskiptavina um kaup eða sölu tiltekinna fjármálagerninga og bera notendur vefsins einir ábyrgð á þeim fjárfestingaákvörðunum sem teknar eru á grundvelli upplýsinga sem birtar eru á vefnum. Landsbankinn kann þó að veita ráðgjöf til viðskiptavina bankans í gegnum vefinn um kaup eða sölu fjármálagerninga og/eða um skattamál enda kemur þá skýrt fram á vefnum að um ráðgjöf sé að ræða. Upplýsingar og ráðgjöf Landsbankans á vefnum miðast ekki við ákveðin fjárfestingarmarkmið, ákveðna fjárhagsstöðu eða sérhagsmuni tiltekinna viðskiptavina og er ávallt almenns eðlis þar sem ekki er hægt að taka tillit til aðstæðna hvers og eins. Landsbankinn ber því ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af upplýsinga- eða ráðgjöf bankans né tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vef bankans. Þá ber Landsbankinn ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefinn, um skemmri eða lengri tíma.

Landsbankinn á höfundarrétt á öllum þeim upplýsingum sem fram koma á vef bankans, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls. Skriflegt samþykki Landsbankans þarf til að endurbirta upplýsingar sem fram koma á vef bankans, dreifa þeim eða afrita þær. Ekki skiptir máli hvers eðlis þær upplýsingar eru né í hvaða tilgangi ætlunin er að endurbirta þær, afrita þær eða dreifa þeim. Viðskiptavinum Landsbankans er þó heimilt að vista slíkar upplýsingar til einkanota.

Viðskipti með fjármálagerninga eru mjög áhættusöm í eðli sínu. Verðbreytingar í fortíð gefa ekki endilega vísbendingu um verðbreytingar í framtíð. Notendur á vef Landsbankans eru hvattir til að afla sér almennra upplýsinga um eðli verðbréfaviðskipta, fjárfestingamálefni, skattamál o.fl. sem tengist verðbréfaviðskiptum hjá ráðgjöfum Landsbankans.

Á yfirlitum yfir fjármálagerninga viðskiptavina bankans tekur markaðsverðmæti ekki tillit til þóknana eða annars kostnaðar sem kann að falla til við sölu. Á yfirlitum er "markaðsgengi" nýjasta gengi og "markaðsvirði" verðmæti fjármálagerninga miðað við það gengi. Á hreyfingaryfirlitum er "gengi" viðskiptagengi hreyfinga og "verð" viðskiptaverð út frá því. Markaðsgengi fjármálagerninga sem skráðir eru í Kauphöll Íslands hf. er almennt síðasta viðskiptagengi þeirra á þinginu. Sé langt um liðið frá síðustu viðskiptum er einnig litið til hagstæðustu kauptilboða þegar markaðsverðið er metið. Landsbankinn áskilur sér rétt til leiðréttinga á yfirlitum.