Stuðningslán

Stuðn­ingslán

Stuðn­ingslán­um er ætlað að styðja við rekstr­ar­að­ila sem glíma við rekstr­ar­erf­ið­leika vegna heims­far­ald­urs kór­óna­veiru. Stuðn­ingslán nýt­ast fyrst og fremst smá­um og með­al­stór­um fyr­ir­tækj­um sem orð­ið hafa fyr­ir mikl­um sam­drætti í tekj­um.

Skilyrði fyrir láni

Fjárhæð stuðningslána getur numið allt að 10% af tekjum rekstraraðila á rekstrarárinu 2019, þó að hámarki 40 milljónir króna.

Til að eiga kost á stuðningsláni þarf umsækjandi að uppfylla að minnsta kosti eftirtalin skilyrði.

Verulegt og ófyrirséð tekjutap þannig að tekjurnar hafi að lágmarki lækkað um 40%.
Tekjur ársins 2019 hafi verið að lágmarki 9 milljónir króna og að hámarki 1.200 milljónir króna.
Launakostnaður hafi numið að minnsta kosti 10% af rekstrarkostnaði ársins 2019.
Engar arðgreiðslur eða aðrar greiðslur til hluthafa hafi átt sér stað eftir 1. mars 2020 (ef umsækjandi er fyrirtæki).
Engin alvarleg vanskil eða vanskil á opinberum gjöld sem voru á eindaga fyrir lok árs 2019.
Staðið hafi verið í skilum á ársreikningum og skattframtölum og -skýrslum síðustu 3 ár (ef við á).
Teljast rekstrarhæfur þegar áhrif heimsfaraldurs kórónaveiru eru liðin hjá samkvæmt hlutlægum viðmiðum sem eru nánar útfærð í reglugerð með lögum um stuðningslán.

Nánar um lánið

Ríkissjóður ábyrgist að fullu stuðningslán upp að 10 milljónum króna og 85% af auka-stuðningsláni sem getur numið allt að 30 milljónum króna til viðbótar. Stuðningslán eru óverðtryggð og lán upp að 10 milljónum króna bera vexti sem eru jafnháir vöxtum af sjö daga bundnum innlánum lánastofnana hjá Seðlabanka Íslands hverju sinni. Lánastofnun verðleggur auka-stuðningslán og vextir eru ákvarðaðir í hverju tilviki fyrir sig.

Stuðningslán að fjárhæð 10 milljónir króna er veitt til 30 mánaða og skal lánið endurgreitt á síðustu 12 mánuðum lánstímans. Lánstími auka-stuðningsláns getur verið allt að 48 mánuðir (4 ár) og skal endurgreiðsla þess hefjast eigi síðar en tveimur árum eftir að lánið var veitt.

Umsóknir verða afgreiddar til loka maí 2021.

Hafðu samband

Þjónustuver fyrirtækja: 410 5000
fyrirtaeki@landsbankinn.is

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

kona úti í náttúrur
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur