Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Listaverkaganga

Austurbakki

Lista­kon­ur í Lands­bank­an­um

Ný sýn­ing á lista­verk­um í eigu bank­ans sem eru eft­ir kon­ur opn­ar á Menn­ing­arnótt 23. ág­úst 2025. Í kjöl­far­ið verð­ur boð­ið upp á göng­ur um Reykja­stræti 6.

Leiðsögn um sýninguna

Sigrún Hrólfsdóttir, myndlistarkona og sýningarstjóri býður upp á leiðsögn um sýninguna kl. 12, 13 og 14.

Í kjölfarið gefst gestum kostur á að taka þátt í göngu um húsið og skoða önnur listaverk sem þar eru.

12.00
Leiðsögn um listasýningu
13.00
Leiðsögn um listasýningu
14.00
Leiðsögn um listasýningu
Listaverk kvenna í eigu Landsbankans

Um sýninguna

Í tilefni Kvennaárs 2025 opnar ný myndlistarsýning í Reykjastræti 6 þar sem sjónum verður beint að listaverkum í eigu bankans sem eru eftir konur. Sýningin opnar á Menningarnótt og um leið uppfærum við listaverkavef Landsbankans með sérstakri umfjöllun um listaverk eftir konur.

Sýningin er á jarðhæð Landsbankans í Reykjastræti 6 sem er opin alla virka daga milli kl. 9-17. Sýningin mun standa út árið 2025.

Skráning í göngu

Í kjölfar leiðsagnar Sigrúnar um sýninguna á Menningarnótt gefst gestum kostur á að taka þátt í göngu um húsið og skoða önnur listaverk sem þar eru.

Athugið að pláss í göngurnar er takmarkað og er skráning í þær því nauðsynleg. Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.