Fréttir

Sterk auð­kenn­ing við stað­fest­ingu á milli­færsl­um í net­banka

15. desember 2022 - Landsbankinn

Nú er beðið um sterka auðkenningu við staðfestingu á innlendum millifærslum af reikningum í netbanka einstaklinga. Áður var beðið um leyninúmer.

Breytingarnar eru liður í að auka öryggi við staðfestingu á greiðslum. Sterk auðkenning í netbankanum er framkvæmd með rafrænum skilríkjum eða Auðkennisappinu.

Breytingarnar eru víðtækar og því innleiddar í áföngum. Þær hafa þegar tekið gildi við innborgun á kort og innlendar millifærslur. Aðrar greiðslutegundir fylgja svo í kjölfarið, svo sem greiðsla á reikningum og erlendar greiðslur. Síðar verða samskonar breytingar gerðar í appinu og netbanka fyrirtækja.

Nánar er fjallað um þessar breytingar í grein á Umræðunni.

Leyninúmer á útleið og sterk auðkenning kemur í staðinn

Þú gætir einnig haft áhuga á
7. des. 2022
Breytingar á staðfestingu við innborgun á kreditkort
Við höfum gert breytingar á staðfestingu við innborgun á kreditkort. Breytingarnar eru liður í aðgerðum til að auka öryggi við staðfestingu á greiðslum og felast í því að leyninúmer víkja fyrir sterkri auðkenningu.
8. feb. 2023
Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum
Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur