Hlutafjárútboð Icelandair Group / Icelandair Group's Share Offering

Um útboðið

 • Útboðið hófst kl. 9.00 miðvikudaginn 16. september 2020 og því lauk kl. 16.00 fimmtudaginn 17. september 2020
 • Stærð útboðsins var 20.000.000.000 hlutir í formi nýrra hlutabréfa í Icelandair Group hf. en heimilt var að stækka útboðið í 23.000.000.000 hluti
 • Tveir áskriftarmöguleikar eru í boði, tilboðsbók A og tilboðsbók B, sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta og úthlutun
 • Verð á hlut er eins í tilboðsbókum A og B, 1,0 krónur fyrir hvern hlut
 • Áætlað er að niðurstöður útboðsins verði tilkynntar 18. september 2020
 • Áætlaður gjalddagi og eindagi er 23. september 2020
 • Afhendingardagur nýrra hluta er áætlaður 29. september 2020
 • Fyrsti viðskiptadagur með hina nýju hluti á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland er áætlaður 30. september 2020
 • Fyrsti viðskiptadagur áskriftarréttinda er áætlaður í kringum 15. október 2020
 • Landsbankinn og Íslandsbanki eru umsjónaraðilar útboðsins
 • Áskriftir skulu skráðar rafrænt á sérstöku formi á vef Landsbankans

Útboðið er eingöngu markaðssett á Íslandi og er þátttaka í því heimil öllum þeim einstaklingum og lögaðilum sem hafa bæði íslenska kennitölu og eru fjárráða í skilningi lögræðislaga nr. 71/1997, með þeim takmörkunum sem af lögunum kunna að leiða. Þar af leiðir að einstaklingum sem ekki hafa náð 18 ára aldri, sem og þeim einstaklingum sem ekki ráða búi sínu sjálfir, er ekki heimil þátttaka í útboðinu.

Afrakstri útboðsins verður varið til að styrkja lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins og jafnframt tryggja rekstrarfé yfir tímabil lágrar framleiðslu. Minnt er á að hlutabréf eru áhættusöm fjárfesting sem byggja á væntingum en ekki loforðum. Áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu í hlutabréfum í Icelandair Group hf. skulu fjárfestar kynna sér alla skilmála útboðsins og upplýsingar um Icelandair Group hf., sem finna má í lýsingu Icelandair Group hf., sem dagsett er 8. september 2020.

Tilboðsbækur
  Tilboðsbók A Tilboðsbók B
Stærð útboðs 20 milljarðar króna 17 milljarðar króna að kaupverði 3 milljarðar króna að kaupverði
Réttur til að stækka útboð í 23 milljarða króna Ef umframeftirspurn myndast, hefur félagið rétt til að stækka útboðið um 3 milljarða króna að kaupverði. Ef heimildin er nýtt að fullu verður stærð útboðsins því 23 milljarðar króna.
Lágmarksáskrift Umfram 20.000.000 krónur að kaupverði 100.000 krónur að kaupverði
Hámarksáskrift Ótakmarkað 20.000.000 krónur að kaupverði
Útboðsgengi 1,0 krónur á hlut 1,0 krónur á hlut
Áskriftarréttindi Með hlutum keyptum í útboðinu fylgir heimild til að kaupa allt að 25% til viðbótar, í skrefum yfir 2ja ára tímabil, á verði sem fer stighækkandi frá útboðsgengi miðað við 15% árshækkun.*

* Áskriftarréttindi eru flókinn fjármálagerningur og því þurfa söluaðilar að afla upplýsinga um þekkingu og reynslu fjárfesta á áskriftarréttindum til að meta hvort fjárfesting í áskriftarréttindum sé viðeigandi fyrir fjárfestinn, í samræmi við 16. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Tilhlýðileikamatið verður framkvæmt í formi spurningalista í áskriftarkerfi útboðsins.

Þátttaka í útboðinu er skuldbindandi. Fjárfestir, sem staðfest hefur þátttöku sína hvort heldur sem er í tilboðsbók A eða B getur ekki breytt áskrift sinni eða fallið frá henni, nema við tilteknar aðstæður sem koma fram í lýsingu félagsins.

Söluaðilar áskilja sér rétt til að krefjast staðfestingar á greiðslugetu eða tryggingar fyrir greiðslu áskrifta frá fjárfestum. Verði fjárfestir ekki við þessari kröfu söluaðila innan þess frests sem gefinn er, áskilja söluaðilar sér rétt til að ógilda áskrift viðkomandi fjárfestis að hluta eða í heild. Söluaðilar meta einhliða hvort staðfesting á greiðslugetu eða trygging teljist fullnægjandi.

Félagið mun falla frá útboðinu ef lágmarksáskrift sem tilgreind er í lýsingu félagsins næst ekki. Tilkynning um slíkt yrði birt í Kauphöll Íslands. Komi til þess verða áskriftir felldar niður og ógildar og tafarlaust verður haft samband við fjárfesta sem greitt hafa greiðsluseðla og þeim endurgreitt.


The Share Offering

 • The subscription period will commence at 9:00 am, Wednesday, 16 September 2020 and end 16:00, Thursday, 17 September 2020
 • The Offering will consist of 20,000,000,000 shares, in the form of new shares issued by Icelandair Group hf., with an authorization to increase the Offering up to 23,000,000,000 shares
 • Investors are offered two subscription options, Order Book A and Order Book B, which differ in terms of size of subscription and allocation
 • The Offering Price will be the same in Order Book A and B, a fixed price of ISK 1.0 per share
 • The results of the Offering are expected to be published on 18 September 2020
 • Payment date is expected on or about 23 September 2020
 • Delivery of the new shares is expected to be 29 September 2020
 • Listing and commencement of trading on Nasdaq Iceland is expected 30 September 2020
 • Listing and commencement of trading with Warrants on Nasdaq Iceland is expected to take place no later than 15 October 2020
 • Landsbankinn and Íslandsbanki are Co-managers of the Offering
 • Subscriptions shall be registered electronically on a special order form (subscription website) which can be reached via this website

The Offering is only marketed in Iceland. Investors participating in the Offering must meet certain eligibility conditions. Participation in the Offering is open to legal entities with an Icelandic identification number (kennitala), and financially and legally competent individuals, having regard for restrictions that may be imposed by law. As a result, persons who have not reached 18 years of age, and individuals who are not legally competent, may not participate in the Offering.

The net proceeds of the Offering will be used to improve the liquidity and equity position of the Company as well as secure working capital for a period of expected low production. Investors are reminded that shares are risky investments that are based on expectations, not promises. Potential investors should read the terms of the Offering and the information in the Icelandair Group's Prospectus, dated 8 September 2020, before making an investment decision in order to fully understand the potential risks and rewards associated with the decision to invest in the securities.

Order Books
  Order Book A Order Book B
Base size ISK 20 billion ISK 17 billion purchase value ISK 3 billion purchase value
Right to increase size to ISK 23 billion In case of oversubscription the Issuer has the right to increase the share offering by up to ISK 3 billion purchase value. If fully utilized, the share offering would thereby amount to ISK 23 billion
Minimum order size Must exceed ISK 20,000,000 (purchase value) ISK 100,000 (purchase value)
Maximum order size No limit ISK 20,000,000
Offering price 1.0 ISK/per share 1.0 ISK/per share
Warrants Purchase of each new share will include a 25% warrant which can be exercised in steps over a two-year period following the Offering. The exercise price will be the Offering Price + 15% annual interest.*

* Warrants are complex financial instrument and therefore the Co-managers require all investors to provide information about their knowledge and experience in the investment field relevant to the Warrants in order to enable to Co-managers to assess whether the Warrants are appropriate for the investor, c.f. Article 16 of the Securities Transaction Act. The assessment of appropriateness will be conducted via the investor questionnaire in the subscription system

Participation in the offering is binding. Confirmed subscriptions in Order Books A or B cannot be altered or deleted except when certain conditions stated in the prospectus are met.

The Co-Managers and the Issuer reserve the right to demand confirmation of the investor’s ability to pay and/or collateral for payment from investors. If the investor does not agree to this demand from the Co-Managers before the close of the Subscription Period or before the end of any other deadline in relation to the Offering, the Co-Managers reserve the right to reject and invalidate the subscription of the investor, wholly or in part. The Co-Managers have sole discretion to decide whether confirmation of ability to pay and/or collateral is sufficient.

The Issuer will cancel the Offering if the minimum number of subscriptions for New Shares which is stated in the Prospectus are not received. The Issuer will in such an event publish an announcement. In the event that the Offering will be cancelled or annulled, and investors have paid following the payment instructions, the Issuer will settle and refund their overpayment.

Fyrirvari

Íslenska
English

Fyrirvari

ICELANDAIR GROUP HF. (HÉR EFTIR FYRIRTÆKIÐ) BIRTIR UMBEÐIÐ EFNI RAFRÆNT Á ÞESSU VEFSVÆÐI Í GÓÐRI TRÚ OG EINUNGIS Í UPPLÝSINGASKYNI.

ÞESSU EFNI ER EKKI BEINT TIL AÐILA UTAN ÍSLANDS EÐA Í LÖGSAGNARUMDÆMUM ÞAR SEM AÐGENGI AÐ UMBEÐNU EFNI BRÝTUR Í BÁGA VIÐ ÞAR AÐ LÚTANDI LÖG EÐA REGLUR.

VINSAMLEGA LESIÐ FYRIRVARANN VEL - hann á við um alla sem skoða þetta vefsvæði. Athugið að breytingar og uppfærslur kunna að vera gerðar á neðangreindum fyrirvara. Þú þarft því að lesa allan fyrirvarann í hvert skipti sem þú ferð inn á þetta vefsvæði.

Erlendir aðilar

Í ákveðnum lögsagnarumdæmum kann að vera ólöglegt að veita aðgang að efninu sem þú ert að leitast við að skoða. Í öðrum lögsagnarumdæmum eru ákveðnar takmarkanir fyrir því hverjir hafa heimild til að skoða efnið. Aðilar búsettir utan Íslands skulu fullvissa sig um að um þá gildi ekki nein landslög eða reglur sem banna eða takmarka slíkt. Þér er ekki heimilt að áframsenda, endurbirta, dreifa, birta eða veita aðgang að efni þessu, að hluta eða í heild, á nokkurn hátt til annars aðila. Brot gegn ofangreindu getur varðað við lög í ákveðnum lögsagnarumdæmum. Fyrirtækið fríar sig allri ábyrgð á brotum geng viðeigandi lögum eða reglum af hendi hvaða aðila sem er. Efni þetta jafngildir hvorki né er hluti af nokkurs konar tilboði eða beiðni um að kaupa eða gerast áskrifandi að verðbréfum í nokkurri þeirri lögsögu þar sem slíkt tilboð eða sala er ólögleg skv. þar gildum lögum.

Hafir þú ekki heimild til að skoða efnið á þessu vefsvæði eða ert í vafa um hvort þú hafir heimild til að skoða þetta efni skaltu yfirgefa vefsvæðið.

Verðbréfin sem hér um ræðir verða ekki skráð eða seld samkvæmt viðeigandi lögum um verðbréf í neinu ríki, fylki, yfirráðasvæði, sýslu eða lögsagnarumdæmi öðru en Íslandi og óheimilt er að bjóða, selja, endurselja eða afhenda þau, beint eða óbeint, í neinu lögsagnarumdæmi öðru en þar sem slíkt væri í samræmi við viðeigandi lög og reglur.

Grundvöllur fyrir aðgangi

Fyrirtækið veitir aðgang að rafrænum útgáfum af umbeðnu efni á þessu vefsvæði í góðri trú og einungis í upplýsingaskyni. Aðilar sem óska aðgangs að efninu ábyrgjast og staðfesta við Landsbankann hf., Íslandsbanka hf. og fyrirtækið að þeir geri slíkt einungis til að afla sér upplýsinga. Fréttatilkynningar og önnur gögn sem eru aðgengileg á rafrænu formi fela ekki í sér sölutilboð eða kaupbeiðni á verðbréfum í fyrirtækinu. Slíkt efni telst heldur ekki ráðlegging frá Icelandair Group hf. eða neinum öðrum aðila um að kaupa eða selja verðbréf fyrirtækinu.

Landsbankinn hf. og Íslandsbanki hf. koma fram fyrir hönd fyrirtækisins eingöngu og einskis annars aðila í sambandi við útboðið og einungis fyrirtækið hefur stöðu viðskiptavinar í tengslum við útboðið. Landsbankinn hf. og Íslandsbanki hf. ábyrgjast einvörðungu ráðgjöf og vernd til handa fyrirtækinu í tengslum við útboðið eða hvers konar viðskipti eða fyrirkomulag sem vísað er til í efni þessu.

Staðfesting á skilningi og samþykki fyrirvara

Rafrænum útgáfum af efni þessu er ekki beint til aðila í neinu öðru landi en Íslandi.

Ég hef lesið og skil ofangreindan fyrirvara. Ég skil að hann kann að hafa áhrif á réttindi mín og ég samþykki að gangast undir skilmála fyrirvarans. Með því að smella á „Ég samþykki“, staðfesti ég að ég hef heimild til að nálgast rafrænar útgáfur af efninu í samræmi við ofangreint.


Disclamer

ELECTRONIC VERSIONS OF THE MATERIALS YOU ARE SEEKING TO ACCESS ARE BEING MADE AVAILABLE ON THIS WEBPAGE BY ICELANDAIR GROUP HF. (the “COMPANY”) IN GOOD FAITH AND FOR INFORMATION PURPOSES ONLY.

THESE MATERIALS ARE NOT DIRECTED AT ANY PERSONS LOCATED OUTSIDE OF ICELAND, OR WHERE THE EXTENSION OF AVAILABILITY OF THE MATERIALS TO WHICH YOU ARE SEEKING ACCESS WOULD BREACH ANY APPLICABLE LAW OR REGULATION.

PLEASE READ THIS NOTICE CAREFULLY - it applies to all persons who view this webpage. Please note that the disclaimer set out below may be altered or updated. You should read it in full each time you visit the site.


Overseas Persons

Viewing these materials you seek to access may not be lawful in certain jurisdictions. In other jurisdictions, only certain categories of person may be allowed to view such materials. Any person resident outside Iceland who wishes to view these materials must first satisfy themselves that they are not subject to any local requirements that prohibit or restrict them from doing so. You are not authorised to and may not forward, reproduce, distribute, publish or disclose the contents of these materials, in whole or in part, in any manner whatsoever to any other person. Failure to comply may result in a violation of certain jurisdictions. The Company assumes no responsibility if there is a violation of applicable law or regulations by any person. These materials do not constitute or form a part of any offer or solicitation to purchase or subscribe for securities in any jurisdiction in which such offer or solicitation would be unlawful prior to registration or qualification under the securities laws of any such jurisdiction.

If you are not permitted to view materials on this webpage or are in any doubt as to whether you are permitted to view these materials, please exit this webpage.

The securities mentioned herein will not be registered under or offered in compliance with applicable securities laws of any state, province, territory, county or jurisdiction in any other country than Iceland and may not be offered or sold, directly or indirectly in any jurisdiction, except under circumstances that will result in compliance with any applicable laws and regulations.

Basis of access

Access to electronic versions of these materials is being made available on this webpage by the Company, in good faith and for information purposes only. Any person seeking access to this webpage represents and warrants to Landsbankinn hf., Íslandsbanki hf. and the Company, that it is doing so for information purposes only. Making press announcements and other documents available in electronic format does not constitute an offer to sell or the solicitation of an offer to buy Securities in the Company. Further, it does not constitute a recommendation by Icelandair Group hf. or any other party to sell or buy securities in the Company.

Landsbankinn hf. and Íslandsbanki hf. are acting exclusively for the Company and no one else in connection with the Offering and will not regard any other person as their respective client in relation to the Offering. Landsbankinn hf. and Íslandsbanki hf. will not be responsible to anyone other than the Company for providing the protections afforded to their respective clients nor for giving advice in relation to the Offering or any transaction or arrangement referred to herein.

Confirmation of understanding and acceptance of disclaimer

Electronic versions of these materials are not directed at persons located in any other country than Iceland.

I have read and understood the disclaimer set out above. I understand that it may affect my rights and I agree to be bound by its terms. By clicking on the "Agree" button, I confirm that I am permitted to proceed to electronic versions of these materials in accordance with above.

You do not have access

Þú hefur ekki aðgang

Skráning áskrifta / Subscription


Áskriftarkerfi
Subscription system

Lykildagsetningar


Fyrirhugað útboðstímabil:

 • 16.-17. september 2020

Fyrirhugaður eindagi:

 • 23. september 2020

Áætluð afhending:

 • 29. september 2020

Áætlaður fyrsti viðskiptadagur:

 • 30. september 2020

Upplýsingar og tæknileg aðstoð

Vegna tilboðsbókar A


Vegna tilboðsbókar B

 • Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans
 • Sími: 410 4040. Opið frá kl. 9.00-16.00 virka daga
  Opið verður frá kl. 9.00- 20.00 þann 16. september.
 • Netfang: radgjofvl@landsbankinn.is
 • Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Íslandsbanka
 • Sími: 440 4000. Opið frá kl. 09.00 – 16.00 virka daga
  Opið verður frá kl 9.00- 20.00 þann 16. september.
 • Netfang: verdbref@islandsbanki.is

Lýsingar og önnur skjöl / Prospectus and other documents


Lýsing / Prospectus

Samantekt / Summary in Icelandic

Fjárfestakynning / Investor presentation

Key dates


The expected Offer period:

 • 16-17 September 2020

Final payment date:

 • 23 September 2020

Expected delivery of shares:

 • 29 September 2020

Expected first day of trading with shares:

 • 30 September 2020

Expected first day of trading with warrants:

 • 15 October 2020

Information for assistance

For Order Book A


For Order Book B

 • Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans
 • Tel.: 410 4040. Open from 9:00-16:00 weekdays,
  Open from 9:00-20:00 on 16 September.
 • Email: radgjofvl@landsbankinn.is
 • Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Íslandsbanka
 • Tel.: 440 4000. Open from 09.00 – 16.00 weekdays
  Open from 9:00-20:00 on 16 September.
 • Email: verdbref@islandsbanki.is