Umboð

Umboð

Um­boð

Stund­um vilj­um við veita öðr­um að­ila að­gang að fjár­mál­um okk­ar. Það ger­um við með því að veita þess­um að­ila um­boð.

Veldu hvað hentar þér

Þú getur veitt öðrum umboð til þess að sjá upplýsingar um þín fjármál eða framkvæma greiðslur af þínum reikningum. Þú getur gert það með því að leyfa öðrum að sjá upplýsingar um reikninga og/eða greiða af reikningum, að sjá ógreiddar kröfur, upplýsingar um kort og verðbréfaviðskipti. En til þess þarf að veita viðkomandi aðila umboð sem bankinn móttekur og skráir hjá sér.

Ef þú veitir einhverjum umboð þá þarft þú að hafa eftirfarandi í huga

Það þarf að koma skýrt fram á umboðinu hvað umboðsmaðurinn má gera, til dæmis skoða reikninga eða framkvæma greiðslur.
Umboðsmaðurinn sér sömu upplýsingar um reikninginn og þú, stöðu, yfirlit og aðrar upplýsingar.
Ef umboðsmaðurinn fær heimild til að millifæra þá er hann með sömu heimildir til ráðstöfunar af reikningnum eins og þú.
Umboðsmaðurinn hefur sömu heimildir og þú til þess að nýta samskiptaleiðir bankans, svo sem netbanka, þjónustuver, útibú, tölvupóst og netsamskiptaforrit Landsbankans.
Allt sem umboðsmaðurinn framkvæmir á grundvelli umboðs er jafngilt og ef þú hefðir framkvæmt það sjálfur.
Umboðsmaðurinn þarf að samþykkja Almenna viðskiptaskilmála Landsbankans og staðfesta að hann hafi kynnt sér persónuverndarstefnu bankans áður en hann getur aðhafst á grundvelli umboðsins.

Næstu skref

Ef þú vilt veita öðrum umboð skaltu hafa samband við okkur og við aðstoðum með næstu skref.

Ef þú hefur veitt öðrum umboð en vilt ekki að viðkomandi hafi umboðið lengur skalt þú að hafa samband við okkur og við aðstoðum þig við að fella umboðið niður.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur