Umboð
Umboð
Stundum viljum við veita öðrum aðila aðgang að fjármálum okkar. Það gerum við með því að veita þessum aðila umboð.
Veldu hvað hentar þér
Þú getur veitt öðrum umboð til þess að sjá upplýsingar um þín fjármál eða framkvæma greiðslur af þínum reikningum. Þú getur gert það með því að leyfa öðrum að sjá upplýsingar um reikninga og/eða greiða af reikningum, að sjá ógreiddar kröfur, upplýsingar um kort og verðbréfaviðskipti. En til þess þarf að veita viðkomandi aðila umboð sem bankinn móttekur og skráir hjá sér.
Ef þú veitir einhverjum umboð þá þarft þú að hafa eftirfarandi í huga
Næstu skref
Ef þú vilt veita öðrum umboð skaltu hafa samband við okkur og við aðstoðum með næstu skref.
Ef þú hefur veitt öðrum umboð en vilt ekki að viðkomandi hafi umboðið lengur skalt þú að hafa samband við okkur og við aðstoðum þig við að fella umboðið niður.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.