Netbanki viðskiptavina Sparisjóðs Norðurlands

Netbanki einstaklinga

Reikningar viðskiptavina Sparisjóðs Norðurlands eru nú aðgengilegir í netbanka Landsbankans frá og með eftirfarandi dagsetningum:

 • Bolungarvík, Suðureyri og Dalvík:
  Að morgni laugardagsins 7. nóvember

 • Þórshöfn, Raufarhöfn og Kópasker:
  Að morgni fimmtudagsins 12. nóvember

Netbanki einstaklinga

Til að fá aðgang að netbanka einstaklinga þurfa viðskiptavinir að fara í rafræn skjöl í heimabanka Sparisjóðsins og sækja notendanafn og lykilorð að netbanka Landsbankans.

Upplýsingar í heimabanka Sparisjóðsins eru ekki fluttar að öllu leyti yfir í Netbanka Landsbankans. Hér eru helstu atriði sem er gott að vita:

Neðangreindar upplýsingar eru fluttar yfir í Netbanka Landsbankans:

 • Reglulegar millifærslur og beingreiðslur.
 • Þekktir erlendir viðtakendur.
 • Bankareikningar.
 • Útlán.
 • Debet- og kreditkort.

Er ekki flutt yfir í netbanka Landsbankans:

 • Sýn á ógreidda reikninga maka eða annarra.
 • Sýn á rafræn skjöl maka eða annarra.
 • Fyrri leitarniðurstöður leitarvéla heimabankans, svo sem aðgerðaleitar, innlendrar greiðsluleitar og erlendrar greiðsluleitar.
 • Þekktir innlendir viðtakendur.
 • Vöktun bankareikninga með tilkynningaþjónustu í SMS og tölvupósti.

Netbanki Landsbankans og farsímabankinn l.is bjóða upp á fjölbreytta möguleika til að sinna bankaviðskiptum á einfaldan og þægilegan hátt.

Samkvæmt lögum 64/2006 þurfa viðskiptavinir að eiga gild skönnuð skilríki útgefin af opinberum aðila til að geta stundað bankaviðskipti, þ.m.t. viðskipti í gegnum netbanka.

Heimabanki Sparisjóðsins

Aðgangur að heimabanka Sparisjóðsins verður opinn til 31.03.2016 en þar sem allir reikningar, kort og lán hafa verið flutt yfir til Landsbankans, er ekki hægt að fletta þeim upp, framkvæma fjárhagslegar aðgerðir eða skoða reikningsyfirlit í Heimabankanum.

Hreyfingasaga reikninga verður flutt yfir í Landsbankann og verður því aðgengileg í Netbanka Landsbankans undir reikningsyfirlit. Í heimabanka sparisjóðsins er þó áfram hægt að nálgast öll rafræn skjöl og þar með yfirlit bankareikninga og lána aftur í tímann.


Heimabanki Sparisjóðanna

 

Þjónustuver - sími 410 4000

Þjónustuver Landsbankans veitir allar nánari upplýsingar í síma: 410 4000 eða tölvupósti landsbankinn@landsbankinn.is.

Einnig er hægt að senda fyrirspurn með því að fylla út form hér á vefnum.