Fyrirtækjabanki viðskiptavina Sparisjóðs Norðurlands

Netbanki fyrirtækja

Til að fá aðgang að netbanka fyrirtækja þurfa viðskiptavinir að sækja aðganginn sinn í næsta útibú og undirrita samning um netbankaaðgang.

Framvísa þarf skilríkjum frá opinberum aðila svo að afhenda megi viðskiptavini aðganginn. Fyrra notandanafn og lykilorð virka einungis í heimabanka sparisjóðsins. Við vekjum athygli á að viðskiptavinir geta einungis sótt eigin aðgangsupplýsingar; óheimilt er að sækja þær fyrir annað starfsfólk fyrirtækisins.

Netbanki fyrirtækja

Aðgangur að heimabanka Sparisjóðs Norðurlands hefur nú breyst í lesaðgang sem verður opinn til 31.mars 2016.

Heimabanki Sparisjóðsins

Aðgangur að heimabanka Sparisjóðsins verður opinn til 31.03.2016 en þar sem allir reikningar, kort og lán hafa verið flutt yfir til Landsbankans, er ekki hægt að fletta þeim upp, framkvæma fjárhagslegar aðgerðir eða skoða reikningsyfirlit í Heimabankanum.

Hreyfingasaga reikninga hefur verið flutt yfir í Landsbankann og er aðgengileg í netbanka Landsbankans undir reikningsyfirlit. Í heimabanka sparisjóðsins er þó áfram hægt að nálgast öll rafræn skjöl og þar með yfirlit bankareikninga og lána aftur í tímann.


Heimabanki Sparisjóðanna

 

Þjónustuver - sími 410 4000

Þjónustuver Landsbankans veitir allar nánari upplýsingar í síma: 410 4000 eða tölvupósti landsbankinn@landsbankinn.is.

Einnig er hægt að senda fyrirspurn með því að fylla út form hér á vefnum.