Landsbréf

Landsbréf eru sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki sem annast rekstur verðbréfasjóða, fjárfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða.

Landsbréf starfa sem rekstrarfélag samkvæmt starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu. Samkvæmt lögum skal sjóðastýringarfyrirtæki vera óháð móðurfélagi í daglegri starfsemi. Starfsemi félagsins er í aðskildu húsnæði og meirihluti stjórnarmanna Landsbréfa er ótengdur Landsbankanum. Landsbréf útvista þó hluta af rekstri sínum til Landsbankans, svo sem ráðgjöf og vörslu.

Framkvæmdastjóri

Helgi Þór Arason

Helgi hóf störf hjá Landsbréfum í júní 2014. Helgi nam viðskiptafræði við Háskóla Íslands, hefur MBA gráðu frá sama skóla og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.


Stjórn

  • Þóranna Jónsdóttir, formaður
  • Magnús Magnússon
  • Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir
  • Haraldur Flosi Tryggvason
  • Erna Eiríksdóttir

Landsbréf hf

Merki Landsbréfa