Skipulag

Skipurit

Gildir frá nóvember 2020
Bankaráð

Sjö manns skipa bankaráð Landsbankans. Bankaráð er kosið á aðalfundi og fer með æðsta vald í málefnum Landsbankans á milli hluthafafunda. Bankaráð ber ábyrgð á starfsemi bankans og stefnumótun og hefur jafnframt yfirumsjón með því að starfsemi og rekstur sé í samræmi við lög, samþykktir bankans og aðrar reglur sem um starfsemina gilda.

Nánar

Framkvæmdastjórn

Bankastjóri og framkvæmdastjórar skipa framkvæmdastjórn Landsbankans. Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Framkvæmdastjórar Landsbankans eru í stafrófsröð: Arinbjörn Ólafsson (Upplýsingatækni), Árni Þór Þorbjörnsson (Fyrirtækjasvið), Helgi T. Helgason (Einstaklingssvið), Hrefna Sigfinnsdóttir (Eignastýring og miðlun), Hreiðar Bjarnason (Fjármál og rekstur) og Perla Ösp Ásgeirsdóttir (Áhættustýring).

Nánar


Fyrirtæki í eigu bankans

Dótturfélög Landsbankans eru þau félög sem bankinn á yfir 50% eignarhlut í. Til hlutdeildarfélaga bankans teljast þau félög sem Landsbankinn hefur fjárfest í til langs tíma og þar sem eignarhlutur er umtalsverður en þó aldrei meiri en 50%.

Nánar

Eignarhald

Íslenska ríkið á 98,2% hlut í bankanum. Næststærsti hluturinn er í eigu bankans sjálfs.

Nánar

Eignir til sölu

Upplýsingar um eignir bankans sem eru til sölu.

Nánar