Skólahreysti 2016

Holtaskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti 2016

Holtaskóli fagnar sigri.

Holtaskóli úr Reykjanesbæ er sigurvegari Skólahreysti, hreystikeppni grunnskólanna, árið 2016 eftir spennandi og skemmtilega úrslitakeppni í Laugardalshöll miðvikudaginn 20. apríl. Þetta er fimmti sigur Holtaskóla í Skólahreysti á síðustu sex árum en skólar af Suðurnesjum hafa nú unnið sjö keppnir í röð.

Síðuskóli á Akureyri tryggði sér annað sætið og silfur með glæsilegum árangri og Stóru-Vogaskóli úr Vogum varð í þriðja sæti og fékk bronsið. Keppnin var afar jöfn en fimm skólar unnu hver sína þraut. Tólf skólar af öllu landinu unnu sér keppnisrétt í úrslitum en yfir 100 skólar hófu keppni í ár. Stemningin var engu lík í Höllinni en keppnin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Landsbankinn er stoltur bakhjarl Skólahreysti og bankinn færði skólunum og keppendum vegleg verðlaun.

Síðuskóli fagnar öðru sæti.
Stóru-Vogaskóli fagnar þriðja sæti.

Nýtt Íslandsmet og Íslandsmetsjöfnun

Keppnin í ár hófst með látum þegar Hjálmar Óli Jóhannsson úr Egilsstaðaskóla gerði flestar upphífingar og setti glæsilegt Íslandsmet í þrautinni. Hann tók 61 upphífingu en fyrra met var 57 stykki.

Katla Björk Ketilsdóttir úr Holtaskóla sigraði armbeygjukeppnina með 54 armbeygjur og kom Holtaskóla í forystu snemma leiks. Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson úr Laugalækjarskóla tók 52 dýfur og vann þrautina eftir jafna og spennandi keppni. Helena Gísladóttir úr Stóru-Vogaskóla stóð sig best í Hreystigreip og náði glæsilegum tíma með því að hanga í 5.32 mínútur.

Í hraðaþrautinni jafnaði Síðuskóli Íslandsmetið með því að fara þrautina á 2.05 mínútum. Það voru þau Embla Dögg Sævarsdóttir og Raguel Pino Alexandersson sem kepptu fyrir Síðuskóla.

Siðurlið Holtaskóla skipa Elsa Albertsdóttir og Stefán Pétursson (hraðaþraut), Katla Björk Ketilsdóttir (armbeygjur og hreystigreip) og Halldór Berg Halldórsson (upphífingar og dýfur).

Silfurlið Síðuskóla skipa Embla Dögg Sævarsdóttir og Raguel Pino Alexandersson (hraðaþraut), Ágústa Dröfn Pétursdóttir (armbeygjur og hreystigreip) og Elmar Blær Hlynsson (upphífingar og dýfur).

Bronslið Stóru-Vogaskóla skipa Eydís Ósk Símonardóttir og Gunnlaugur Atli Kristinsson (hraðaþraut), Helena Gísladóttir (armbeygjur og hreystigreip) og Phatsakorn Lomain (upphífingar og dýfur).

Aðrir skólar í úrslitum í ár voru Árskóli á Sauðarkróki, Egilsstaðaskóli, Grundaskóli á Akranesi, Grunnskólinn á Ísafirði, Hagaskóli, Kelduskóli og Laugalækjarskóli frá Reykjavík, Hvolsskóli á Hvolsvelli og Lindaskóli úr Kópavogi.

Landsbankinn óskar keppendum og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.

Skólahreysti er í boði Landsbankans

Skólahreysti var haldin í tólfta sinn vorið 2016 með þátttöku 110 grunnskóla af öllu landinu. Landsbankinn var sem fyrr aðalbakhjarl Skólahreysti og fylgir keppninni um allt land.

Markmið Skólahreysti er að hvetja börn til að taka þátt í alhliða íþróttaupplifun sem byggð er á grunnforsendum almennrar íþróttakennslu og þar sem keppendur vinna að mestu leyti með eigin líkama í þrautunum.

Undankeppni Skólahreysti 2016 hófst í Reykjanesbæ fimmtudaginn 3. mars og lýkur á Egilsstöðum fimmtudaginn 31. mars. Fimm þættir um keppnina voru sýndir á RÚV í mars og apríl en fyrsti þáttur var sýndur miðvikudaginn 16. mars. Úrslitakeppni tólf skóla sem náðu bestum árangri var haldin í Laugardalshöll miðvikudaginn 20. apríl og sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Um Skólahreysti

Skólahreysti er liðakeppni milli grunnskóla landsins. Í hverju liði eru tveir strákar og tvær stelpur sem öll þurfa að vera nemendur í 9. og/eða 10. bekk.

Keppnisgreinar eru eftirtaldar:

  • Upphífingar (strákar)
  • Armbeygjur (stelpur)
  • Dýfur (strákar)
  • Hreystigreip (stelpur)
  • Hraðaþraut (strákar og stelpur)

Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Annar strákurinn spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan hinn keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Önnur stúlkan keppir í armbeygjum og hreystigreip, en hin tekur þátt í hraðaþrautinni. Tveir skólar keppa samtímis í hverri þraut fyrir utan hreystigreip, en þar takast á fimm til átta skólar í einu. Í hraðaþrautinni fer stelpan fyrst af stað og þegar hún lýkur hringnum má strákurinn fara af stað í sinn hring. Samanlagður tími þeirra er keppnistími liðsins.

Þar sem mikill fjöldi skóla tekur þátt í keppninni er nauðsynlegt að halda undankeppnir til að ákvarða hvaða skólar keppa í úrslitakeppninni sjálfri í lok keppnistímabilsins. Undanriðlar eru níu talsins og eru þeir svæðisbundnir, þ.e. skólar frá sama landssvæði keppa innbyrðis sín á milli.

Fréttir um Skólahreysti

Frétt 2. júní 2020: Lindaskóli varði titillin í Skólahreysti

Frétt 9. maí 2019: Lindaskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti

Frétt 3. maí 2018: Heiðarskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti

Frétt 27. apríl 2017: Síðuskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti

Frétt 22. apríl 2016: Holtaskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti

Frétt 24. apríl 2015: Fjórði sigur Holtaskóla á fimm árum

Frétt 21. apríl 2014: Tólf bestu skólarnir í Skólahreysti mætast

Frétt 20. maí 2014: Heiðarskóli vann Skólahreysti

Frétt 15. maí 2014: Tólf bestu skólarnir í Skólahreysti mætast

Frétt 26. febrúar 2014: Landsbankinn nýr bakhjarl Skólahreysti

Myndir 2016

Úrslit

Myndir frá úrslitakeppni


Hafnarfjörður og Reykjanes

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Vesturland og Vestfirðir

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Garðabær, Kópavogur, Mosfellsbær og Kjalarnes

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Seltjarnarnes, Austurbær og Vesturbær

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Suðurland

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Árbær, Breiðholt, Grafarholt, Grafarvogur og Norðlingaholt

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Akureyri og Norðurland

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Austurland

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Keppnisdagar

Reykjanesbær - fimmtudagur 3. mars

Íþróttahúsið í Keflavík
Kl. 16.00 - Hafnarfjörður og Reykjanes


Garðabær - miðvikudagur 9. mars

Íþróttahúsið Mýrin
Kl. 13.00 - Vesturland/Vestfirðir

Kl. 16.00 - Garðab. / Kópav. / Mosfellsb. / Kjalarnes
Kl. 19.00 - Austurbær / Seltjarnarnes / Vesturbær

Garðabær - fimmtudagur 10. mars

Íþróttahúsið Mýrin
Kl. 13.00 - Suðurland

Kl. 16.00 - Árbær / Breiðholt / Grafarholt / Grafarvogur / Norðlingaholt

Akureyri - miðvikudagur 16. mars

Íþróttahöllin Skólastíg
Kl. 13.00 - Norðurland/Akureyri


Egilsstaðir - fimmtudagur 31. mars

Íþróttahúsið Tjarnarbraut
Kl. 14.00 - Austurland


Reykjavík - miðvikudagur 20. apríl

Úrslit í Laugardalshöll
Kl. 20.00 - 12 skólar