Skólahreysti 2015

Holtaskóli sigurvegari í Skólahreysti 2015


Keppendur og stuðningshópur Holtaskóla fagna sigrinum ákaft.

Holtaskóli úr Reykjanesbæ stóð uppi sem sigurvegari Skólahreysti árið 2015 eftir magnaða úrslitakeppni í Laugardalshöll miðvikudaginn 22. apríl. Þetta var fjórði sigur Holtaskóla í Skólahreysti á síðustu fimm árum en skólar af Suðurnesjum hafa nú unnið sex keppnir í röð. Keppnin var æsispennandi fram á síðustu mínútu og nokkur Íslandsmet voru í mikilli hættu í úrslitakeppninni.

Réttarholtsskóli tryggði sér annað sætið með glæsilegum árangri og Lindaskóli varð í þriðja sæti. Tólf skólar af öllu landinu unnu sér keppnisrétt í úrslitum en yfir 100 skólar hófu keppni í ár. Stemningin var engu lík í Höllinni en keppnin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Siðurlið Holtaskóla skipuðu þau Hafþór Logi Bjarnason sem tók upphífingar og dýfur, Katla Björk Ketilsdótir sem tók armbeygjur og hreystigreip og Eggert Gunnarsson og Þóranna Kika Hodge-Carr sem sem kepptu í hraðaþraut


Réttarholtsskóli nældi sér í annað sætið með góðum árangri og Lindaskóli stóð sig sömuleiðis gríðarlega vel og varð í þriðja sæti.

Kynningar á skólunum á mbl.is

Skólahreysti er í boði Landsbankans

Skólahreysti var haldin í ellefta sinn vorið 2015 með þátttöku 110 grunnskóla af öllu landinu. Landsbankinn var sem fyrr aðalbakhjarl Skólahreysti og fylgdi keppninni um allt land. 

Markmið Skólahreysti er að hvetja börn til að taka þátt í alhliða íþróttaupplifun sem byggð er á grunnforsendum almennrar íþróttakennslu og þar sem keppendur vinna að mestu leyti með eigin líkama í þrautunum.

Undankeppni Skólahreysti 2015 hófst í Garðabæ miðvikudaginn 4. mars og lauk á Egilsstöðum 26. mars. Fimm þættir um keppnina voru sýndir á miðvikudagskvöldum í Ríkissjónvarpinu í mars og apríl en fyrsti þáttur var sýndur 18. mars. Úrslitakeppni tólf skóla sem náðu bestum árangri var í Laugardalshöll miðvikudaginn 22. apríl og var sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Frá undankeppni skóla í Kraganum 2015.

Fréttir um Skólahreysti

Frétt 2. júní 2020: Lindaskóli varði titillin í Skólahreysti

Frétt 9. maí 2019: Lindaskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti

Frétt 3. maí 2018: Heiðarskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti

Frétt 27. apríl 2017: Síðuskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti

Frétt 22. apríl 2016: Holtaskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti

Frétt 24. apríl 2015: Fjórði sigur Holtaskóla á fimm árum

Frétt 21. apríl 2014: Tólf bestu skólarnir í Skólahreysti mætast

Frétt 20. maí 2014: Heiðarskóli vann Skólahreysti

Frétt 15. maí 2014: Tólf bestu skólarnir í Skólahreysti mætast

Frétt 26. febrúar 2014: Landsbankinn nýr bakhjarl Skólahreysti

Myndir 2015

Úrslit

Myndir frá úrslitakvöldinu


Austurland

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Suðurland

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Suðurnes

Garðabær, Hafnarfjörður og Reykjanes

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Norðurland


Keppnismyndir


Kraginn

Kópavogur, Álftanes, Mosfellsbær og Kjalarnes

Liðsmyndir
Keppnismyndir


Vestfirðir og Vesturland

Liðsmyndir

Keppnismyndir


Reykjavík austur

Breiðholt, Grafarvogur, Árbær, Grafarholt og Norðlingaholt

Liðsmyndir

Keppnismyndir


Reykjavík vestur

Austurbær, Vesturbær og Seltjarnarnes

Liðsmyndir

Keppnismyndir


Keppnisdagar

Garðabær – Miðvikudagur 4. mars

Íþróttahúsið Mýrin
kl. 19.00 – Reykjavík austur - Breiðholt/Grafarvogur/Árbær/Grafarholt/Norðlingaholt


Garðabær – Fimmtudagur 5. mars

Íþróttahúsið Mýrin
kl. 13.00 – Vesturland/Vestfirðir
kl. 16.00 – Austurbær/Vesturbær/Seltjarnarnes
kl. 19.00 – Kópavogur/ Álftanes/Mosfellsbær/Kjalarnes

Akureyri – Miðvikudagur 11. mars

Íþróttahöllin Skólastíg
kl. 13.00 – Norðurland / Akureyri

Reykjanesbær – Fimmtudagur 19. mars

Íþróttahúsið í Keflavík
kl. 16.00 – Garðabær, Hafnarfjörður og Reykjanes
kl. 19.00  Suðurland

Egilsstaðir – Fimmtudagur 26. mars

Íþróttahúsið Tjarnarbraut
kl. 14.00 – Austurland

Reykjavík – Miðvikudagur 22. apríl

Úrslit í Laugardalshöll
kl. 20.00 – 12 skólar