Námsstyrkir

Landsbankinn veitir veglega námsstyrki til viðskiptavina bankans á hverju ári.*
Styrkirnir eru fimmtán talsins og nemur heildarupphæð þeirra 6.000.000 kr.

Sérstök dómnefnd skipuð þremur fagaðilum og tveimur sérfræðingum bankans fer yfir umsóknirnar og er umsóknarferlið gagnsætt og faglegt.

Mikilvægt er að vanda vel framsetningu umsókna og frágang þeirra. Umsækjendur eru hvattir til að senda öll þau gögn sem geta komið að góðum notum við mat á umsóknum s.s. einkunnir, meðmæli, greinaskrif eftir umsækjanda o.s.frv. Einnig er horft til framtíðarsýnar, afreka í íþróttum, þátttöku í félagsmálum og öðru er nemendur kunna að leggja stund á.

Allir umsækjendur fá staðfestingu með tölvupósti um að umsóknin hafi verið móttekin. Ef þú færð ekki senda staðfestingu eða lendir í vandræðum við að senda inn umsókn biðjum við þig að hafa samband á netfangið styrkur@landsbankinn.is.

Umsóknarfrestur árið 2019 er liðinn, stefnt er að úthlutun í maí og verður öllum umsækjendum svarað.

*Sett eru skilyrði fyrir því að styrkhafar námsstyrkja séu með einhver viðskipti hjá Landsbankanum.

 

Umsóknarfrestur liðinn

  • Umsóknarfrestur rann út 20. mars 2019.