Stuðningur við samfélagið

Samfélagssjóður Landsbankans veitir styrki til góðra verkaBeinn stuðningur við samfélagið er liður í stefnu Landsbankans um samfélagslega ábyrgð. Stuðningur úr samfélagssjóði kemur til viðbótar við fjölbreytt samstarfsverkefni bankans á sviði mannúðarmála, menningar, menntunar, nýsköpunar og íþrótta um land allt.

Nánari um Samfélagssjóðinn


Fjölbreyttar leiðir til að styðja við samfélagið

Landsbankinn styrkir samfélagsverkefni, þar með talið listir og menningu, einkum með þrennum hætti.

Í fyrsta lagi með styrkjum úr Samfélagssjóði. Sjóðurinn gerir engar kröfur um að bankans sé getið eða að styrkhafar noti auglýsingaefni frá bankanum. 

Í öðru lagi gerir bankinn samstarfssamninga með gagnkvæmum ávinningi. Þetta á til dæmis við um styrktarsamning við Skólahreysti.

Í þriðja lagi styrkir Landsbankinn verkefni fyrir tilstilli útibúa sem styðja við bakið á verkefnum í heimabyggð. Dæmi um slík verkefni er t.a.m stuðningur við íþrótta- og ungmennastarf.


Skýrslur um samfélagslega ábyrgð


Iceland Airwaves

Frábær viðbót við íslenskt tónlistarlíf

Landsbankinn hefur verið einn af aðalbakhjörlum Iceland Airwaves-hátíðarinnar frá árinu 2014. Þannig styður Landsbankinn við bakið á ungu og efnilegu tónlistarfólki sem á sér mikilvægan vettvang á Iceland Airwaves. Í tengslum við hátíðina heldur bankinn úti vefnum landsbankinn.is/icelandairwaves og þar hafa verið birt myndbönd og viðtöl við unga og upprennandi tónlistarmenn.

Nánar um Iceland Airwaves


UN Women

Landsbankinn hefur átt mjög gefandi samstarf við UN Women á Íslandi undanfarin ár og verið bakhjarl landsnefndarinnar í mikilvægum verkefnum.

Nánar um UN Women

Menningarnótt

Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur í Reykjavík frá upphafi. Auk þess að styrkja fjölda verkefna og viðburða býður bankinn upp á fjölbreytta menningardagskrá í Austurstræti 11.

Nánar um Menningarnótt


Stuðningur við íþróttir um allt land

Skólahreysti

Landsbankinn kappkostar að styðja íslenskt íþróttalíf. Það gera útibú bankans með beinum samstarfssamningum við íþróttafélög hringinn í kringum landið. Í slíku samstarfi leggur bankinn mikla áherslu á að styðja barna- og unglingastarf og að stuðningur nýtist jafnt íþróttum karla og kvenna.

Landsbankinn er aðalbakhjarl Skólahreysti og leggur keppninni lið af krafti. Skólahreysti er liðakeppni milli grunnskóla landsins. Í hverju liði eru tveir strákar og tvær stelpur í 9. og/eða 10. bekk.

Nánar um Skólahreysti


Ljósanótt í Reykjanesbæ

Akureyrarvaka

Ljósanótt er ein af stærri bæjarhátíðum landsins og hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem fjölskyldu- og menningarhátíð. Viðburðum á Ljósanótt fjölgar ár frá ári. Landsbankinn er aðalbakhjarl Ljósanætur.

Nánar um Ljósanótt

Akureyrarvaka er árleg bæjarhátíð og er haldin í tengslum við afmæli Akureyrarbæjar, 29. ágúst. Landsbankinn hefur verið bakhjarl Akureyrarvöku um árabil.

Nánar um AkureyrarvökuLeggðu góðu málefni lið

Í netbönkum einstaklinga og fyrirtækja er hægt að gerast áskrifandi að mánaðarlegum stuðningi við fleiri en 80 góð málefni eða styrkja þau með stakri millifærslu. Hver króna skilar sér til málefnanna.

Nánar um góð málefni

Hinsegin dagar

Landsbankinn styður réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi og er stoltur bakhjarl Hinsegin daga í Reykjavík. Auk þess að styrkja hátíðina dreifði bankinn dagskrárriti hátíðarinnar í öllum útibúum.

Nánar um Hinsegin daga


Fjármálafræðsla

Landsbankinn tekur virkan þátt í verkefninu Fjármálavit sem Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) standa fyrir í samvinnu við aðildarfélögin. Markmiðið er að fræða nemendur tíunda bekkjar í öllum skólum landsins um grunnþætti fjármála og veita innblástur í kennslu um fjármál.

Nánar um fjármálafræðslu