Fréttir

- Samfélagsmál

Landsbankinn bakhjarl Ljósanætur

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Einar Hannesson útibússtjóri Landsbankans staðfestu bakhjarlastuðning Landsbankans við Ljósanótt með táknrænni undirritun á risablöðrum sem sleppt verður á opnunarhátíð Ljósanætur.

Landsbankinn er sem fyrr aðalbakhjarl Ljósanætur sem haldin er í sautjánda sinn dagana 1.-4. september. Ljósanótt í Reykjanesbæ er ein af stærri bæjarhátíðum landsins og hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem fjölskyldu- og menningarhátíð. Ljósanótt lýkur að venju með glæsilegri flugeldasýningu og lýsingu Bergsins.

Auk þess að vera aðalbakhjarl Ljósanætur býður Landsbankinn upp á tónlistarflutning í útibúinu að Krossmóum föstudaginn 2. september og skemmtun fyrir börnin á hátíðarsvæðinu laugardaginn 3. september.

Dagskrá á vegum Landsbankans

  • Föstudagur kl. 15
    Harmonikkuleikarinn Margrét Arnardóttir skapar létta og skemmtilega stemmingu. Veitingar í boði.
  • Laugardagur kl. 11-18
    Hoppukastali Sprota á hátíðarsvæðinu. Sproti kíkir í heimsókn og heilsar upp á káta krakka klukkan 15.

Nánar um Ljósanótt

Dagskrá Ljósanætur

Samfélagsmál - 15. október 2019 10:30

Landsbankinn + Iceland Airwaves kynna: Tómas Welding

Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves með því að birta ný myndbönd og viðtöl við ungt tónlistarfólk á Iceland Airwaves-vef bankans. Nú er komið að síðasta myndbandinu sem er með söngvaranum Tómasi Welding.


Nánar

Samfélagsmál - 23. september 2019 14:09

Landsbankinn skrifar undir ný viðmið SÞ um ábyrga bankastarfsemi

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, skrifaði undir ný viðmið um ábyrga bankastarfsemi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 22. september. Þetta er viðamesta samstarfsverkefni alþjóðlega bankakerfisins og Sameinuðu þjóðanna hingað til.


Nánar

Fréttasafn