Fréttir

- Samfélagsmál

Dagskrá í Landsbankanum á Menningarnótt

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 20. ágúst 2016. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta menningardagskrá í Austurstræti 11.

Dagskrá í Landsbankanum Austurstræti 11

 • 12.00 Listaverkaganga með Aðalsteini Ingólfssyni listfræðingi
  • Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur kynnir myndlist í bankanum.
   Listaverkagangan hefur verið á dagskrá bankans á Menningarnótt um árabil og er alltaf jafn vinsæl.
  • 12.00 Fyrsta ganga
  • 13.00 Önnur ganga
  • 14.00 Þriðja ganga
 • 15:00 Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari
  • Margrét er þekkt fyrir skemmtilega og nútímalega nálgun á harmónikkutónlist. Hún mun flytja djass- og popptónlist í líflegri útfærslu fyrir gesti og gangandi.
 • 15:30 Karlakór Reykjavíkur
  • Karlakórinn var stofnaður árið 1926 og er því níræður á þessu ári. Kórinn hefur kennt sig við höfuðborgina frá upphafi og kemur fram á Menningarnótt á þessum tímamótum og vill færa borginni og íbúum hennar þakkir fyrir stuðninginn á liðnum árum.
 • 16.00 Leikhópurinn Lotta
  • Söngvasyrpa Leikhópsins Lottu er brot af því besta úr sýningum leikhópsins og fara nokkrar vel valdar persónur með áhorfendur í smá ævintýraferðalag. Söngvasyrpan hefur gjörsamlega slegið í gegn enda er hún hlaðin Lottu húmor og stuði.
 • 16:45 Júníus Meyvant
  • Júníus Meyvant kemur fram einn með gítarinn á sinn einlæga hátt. Júníus sendi nýverið frá sér sína fyrstu breiðskífu og mun hann flytja lög af henni.

Vöfflukaffi í Þingholtunum í tíu ár - frásögn gestgjafa

Menningarnæturpottur 2016 – styrkþegar

Myndasafn frá Menningarnótt 2015 í Landsbankanum

Nánar um menningarnótt í Landsbankanum

Forsíða - 19. maí 2020 09:27

Landsbankinn leiðandi í Evrópu samkvæmt mælingu Sustainalytics

Landsbankinn fær enn betri einkunn en áður í nýju UFS-áhættumati frá Sustainalytics og lækkar úr 17,5 niður í 13,5 stig á skala sem nær upp í 100. Landsbankinn er nú í 2. sæti af 382 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt í Evrópu.


Nánar

Samfélagsmál - 27. mars 2020 13:00

Samfélagsskýrsla Landsbankans aðgengileg á netinu

Samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2019 er nú aðgengileg á vef bankans. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um samfélagsábyrgð bankans og áhrif starfseminnar á umhverfi og samfélag.


Nánar