Fréttir

- Samfélagsmál

HeForShe – saman erum við sterkari

UN Women á Íslandi hefur hleypt af stokkunum nýrri herferð HeForShe – Ólíkir en sammála um kynjajafnrétti og stendur herferðin til 26. maí. Markmið herferðarinnar er að hvetja karlmenn á öllum aldri til að taka þátt í að eyða kynjamisrétti og landsmenn alla að gerast mánaðarlegir styrktaraðilar málefna sem UN Women styður og berst fyrir. Hægt er að skrá sig fyrir stuðningi á nýrri vefsíðu átaksins – www.heforshe.is. Landsbankinn er stoltur bakhjarl herferðarinnar.

Mörg þúsund íslenskir karlmenn skráðu nafn sitt undir netyfirlýsingu HeForShe í haust og vonir standa til að þeir og margir fleiri leggi málefninu lið með því að styrkja UN Women með mánaðarlegu framlagi. UN Women styrkir verkefni sem stuðla að því að bæta mannréttindi kvenna, ýta undir efnahagslega og pólitíska valdeflingu kvenna og uppræta ofbeldi gegn konum í fátækustu löndum heims.

Skráðu þig á heforshe.is

Sérstök áhersla á karlmenn

Rannsókn á vegum UN Women leiddi í ljós að jafnrétti verður fyrst náð árið 2095 ef við höldum áfram á sömu braut á sama hraða. Með stuðningi stráka og karlmanna er talið að jafnrétti muni nást helmingi fyrr eða árið 2030. Karlmenn og strákar eru því sérstaklega hvattir til að taka þátt í baráttunni og hafa raunveruleg áhrif á líf milljónir kvenna og stúlkna í fátækustu löndum heims.

Af hverju að styðja við UN Women?

UN Women styrkir verkefni sem stuðla að því að bæta mannréttindi kvenna, ýta undir efnahagslega og pólitíska valdeflingu kvenna og uppræta ofbeldi gegn konum í fátækustu löndum heims. Landsnefnd UN Women á Íslandi styrkir ólík verkefni; allt frá því að vinna með stjórnvöldum að bættri löggjöf, starfrækja saumastofur fyrir sýrlenskar konur í flóttamannabúðum í Jórdaníu og bæta götulýsingu í Nýju Delí þar sem 95% kvenna hafa upplifað kynferðislega áreitni á götum úti.

Á næstu tveimur vikum verða stutt myndbönd, HeForShe – Ólíkir en sammála um kynjajafnrétti, sýnd eitt af öðru. Þar er þekktum karlmönnum og strákum teflt saman í forvitnilegum aðstæðum. Jafnrétti kynjanna er mannréttindamál sem snertir okkur öll. Landsmenn geta skráð sig á www.heforshe.is

Skráðu þig á heforshe.is


Samfélagsmál - 19. júní 2020 11:17

„Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ í útibúum Landsbankans

Þann 17. júní fengu landsmenn bréf með yfirskriftinni „Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ sent í aldreifingu með Morgunblaðinu. Fleiri eintök er m.a. hægt að nálgast í útibúum Landsbankans um allt land.


Nánar

Samfélagsmál - 02. júní 2020 11:17

Lindaskóli varði titilinn í Skólahreysti

Lindaskóli í Kópavogi sigraði Skólahreysti 2020 og vann þar með keppnina annað árið í röð. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 30. maí og var æsispennandi allt til enda.


Nánar