Fréttir

- Samfélagsmál

Auglýst eftir umsóknum um námsstyrki Landsbankans

 

Félagar í Námunni geta nú sótt um námsstyrki á framhalds- og háskólastigi fyrir skólaárið 2015-2016. Styrkirnir eru fimmtán talsins og heildarupphæð nemur sex milljónum króna.

Landsbankinn veitir veglega námsstyrki til námufélaga á hverju ári. Sérstök dómnefnd skipuð þremur fagaðilum og tveimur sérfræðingum bankans fer yfir umsóknirnar og er umsóknarferlið gagnsætt og faglegt. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 16. mars 2015.

Styrkirnir skiptast þannig

  • 3 styrkir til framhaldsskólanáms, 200.000 kr. hver.
  • 3 styrkir til iðn- og verknáms, 400.000 kr. hver.
  • 3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 400.000 kr. hver
  • 3 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 500.000 kr. hver
  • 3 styrkir til listnáms, 500.000 kr. hver.

Nánar um námsstyrkina

Kynntu þér kosti Námunnar

Samfélagsmál - 15. október 2019 10:30

Landsbankinn + Iceland Airwaves kynna: Tómas Welding

Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves með því að birta ný myndbönd og viðtöl við ungt tónlistarfólk á Iceland Airwaves-vef bankans. Nú er komið að síðasta myndbandinu sem er með söngvaranum Tómasi Welding.


Nánar

Samfélagsmál - 23. september 2019 14:09

Landsbankinn skrifar undir ný viðmið SÞ um ábyrga bankastarfsemi

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, skrifaði undir ný viðmið um ábyrga bankastarfsemi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 22. september. Þetta er viðamesta samstarfsverkefni alþjóðlega bankakerfisins og Sameinuðu þjóðanna hingað til.


Nánar

Fréttasafn