Fréttir

- Samfélagsmál

Auglýst eftir umsóknum um nýsköpunarstyrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um nýsköpunarstyrki Landsbankans og nemur heildarupphæð styrkjanna að þessu sinni allt að 10.000.000 kr. Tekið er á móti umsóknum til og með miðnættis mánudaginn 1. desember 2014.

Styrkirnir verða veittir í tveimur þrepum:

  • Hærri styrkir fyrir lengra komin verkefni eru 500.000-2.000.000 kr.
  • Lægri styrkir fyrir fyrstu skrefin eru 200.000-500.000 kr.

Verkefnin sem einkum koma til greina eru ný viðskiptahugmynd eða ný vara, þekkt viðskiptahugmynd sem er þróuð fyrir nýtt markaðssvæði og verkefni sem skapar nýjungar fyrirtækis í rekstri eða í nýju fyrirtæki. Einnig er hægt að sækja um styrki sem nýtast við þróun viðskiptahugmyndar, s.s kaupa á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar, eða þátttöku í námskeiðum sem sannanlega byggja upp færni og þekkingu sem nýtist við þróun viðskiptahugmyndar.

Sótt er um styrkina rafrænt á vef bankans og stefnt er að úthlutun í byrjun árs 2015. Sérstök dómnefnd skipuð tveimur fagaðilum og tveimur sérfræðingum bankans fer yfir umsóknirnar og er umsóknarferlið gagnsætt og faglegt.

Nánar um nýsköpunarstyrki

Samfélagsmál - 15. október 2019 10:30

Landsbankinn + Iceland Airwaves kynna: Tómas Welding

Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves með því að birta ný myndbönd og viðtöl við ungt tónlistarfólk á Iceland Airwaves-vef bankans. Nú er komið að síðasta myndbandinu sem er með söngvaranum Tómasi Welding.


Nánar

Samfélagsmál - 23. september 2019 14:09

Landsbankinn skrifar undir ný viðmið SÞ um ábyrga bankastarfsemi

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, skrifaði undir ný viðmið um ábyrga bankastarfsemi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 22. september. Þetta er viðamesta samstarfsverkefni alþjóðlega bankakerfisins og Sameinuðu þjóðanna hingað til.


Nánar

Fréttasafn