Fréttir

Opnað fyrir umsóknir um nýsköpunarstyrki í byrjun október

Markmið nýsköpunarstyrkja er að gefa frumkvöðlum tækifæri til að þróa nýja viðskiptahugmynd, eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða nýja vöru eða þjónustu. Þeim er einnig ætlað að styðja frumkvöðla til kaupa á efni, tækjum eða þjónustu eða sækja námskeið sem sannanlega byggir upp færni sem nýtist við þróun viðskiptahugmyndar.

Úthlutun nýsköpunarstyrkja sem fyrirhuguð var í nóvember hefur verið frestað til byrjunar árs 2015.

Opnað verður fyrir umsóknir í byrjun október 2014 en umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 1. desember 2014. Stefnt er að úthlutun í byrjun árs 2015 og verður öllum umsækjendum svarað.

Heildarupphæð styrkja nemur allt að 10.000.000 kr. og verða þeir veittir í tveimur þrepum:

  • Hærri styrkir fyrir lengra komin verkefni eru 500.000 - 2.000.000 kr.
  • Lægri styrkir fyrir fyrstu skrefin eru 200.000 - 500.000 kr.

Dómnefnd ákvarðar endanlega styrkupphæð verkefna.

Nánar um nýsköpunarstyrki Landsbankans

Forsíða - 18. nóvember 2020 14:11

Fyrsta alþjóðlega loftslagsmælinum fyrir banka hleypt af stokkunum

Alþjóðlegi loftslagsmælirinn PCAF Standard, sem Landsbankinn hefur tekið virkan þátt í að þróa, var kynntur í dag á vegum verkefnisins Partnership for Carbon Accounting Financials (PCAF).


Nánar

Samfélagsmál - 19. júní 2020 11:17

„Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ í útibúum Landsbankans

Þann 17. júní fengu landsmenn bréf með yfirskriftinni „Takk fyrir að vera til fyrirmyndar“ sent í aldreifingu með Morgunblaðinu. Fleiri eintök er m.a. hægt að nálgast í útibúum Landsbankans um allt land.


Nánar